Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Qupperneq 135
Grammaticœ islandicœ rudimenta
133
Þá telur Runólfur allmörg orð geta endað bæði á -s og -ar í ef. þar á
meðal blundur, fridur, fundur, haukur, kraftur, oddur og vindur.
A eftir þessum kafla um eignarfall gerir hann grein fyrir öðrum föllum
en það hafði hann ekki gert í umfjöllun um aðra beygingu. Hann setur
fram nokkrar reglur um þágufallið.
1. Hvorugkynsorð fá endinguna -e nema þau endi á -e í nf., þá er
þgf. endingarlaust, lamb, lambe, en klœde, klœde.
2. Karlkynsorð önnur en tví- eða fleirkvæð orð hafa ýmist endingu
eða ekki, gud, gude/gud.
3. Tví- eða fleirkvæð karlkynsorð, sem enda á -ur í nf., hafa end-
inguna -e í þgf., hestur, heste. Þau sem hafi 0 í fyrsta atkvæði
breyti því auk þess í e, v0ndur, vende og þau sem í fyrsta atkvæði
hafi langt aa breyti því íœefá eftir fer -ttur, draattur, drœtte.
4. Ef orð endar á tvöföldu l-i í nf. fellur sérhljóði niður á undan l-
inu í þgf. sem sjálft einfaldast, speigell, speigle en ekki speigele.
Sömu sögu sé að segja ef orðið endi á -an, -en eða -un, dæmi:
gaman, gamne, himenn, himne,j0tunn,j0tne.
Um þf. hefiir hann fátt að segja annað en að það sé endingarlaust
nema í þeim tví- eða fleirkvæðu orðum sem í ef. endi á -urs, þar endi
þf. á -ur, þ.e. ef ef. er aldurs, þá er þf. aldur.
Um nf. ft. segir hann að það hafi endinguna -ar. Undantekningar séu
orð sem endi á -dur. Þau endi á -ir. Hann nefhir síðan orðið lydur sem
dæmi, en einnig nokkur fleiri sem ekki enda á -dur eins og gestur og
liaar. /r-endingu segir hann að hafi einnig orð sem enda á -lur eins og
dalur.falur, hvalur og þau orð sem í ef. et. endi á -ar eða -iar,fundur,
ef. fundar í ft.fundir; veggur, ef. veggiar, í ft. veggir.
Tvíkvæð orð sem enda á -ar eða -ir hafa að mati Runólfs endinguna
-rar í nf. ft. hamar, hamrar, hellir, hellrar, hirdir, hirdrar.
Ég sleppi að nefha umfjöllun hans um ef., þgf. og þf. fleirtölu þar
sem hún er mjög almenns eðlis og fátt sem kemur á óvart.
2.2.4 Beyging fjórða flokks nafhorða
Til fjórða flokks nafhorða teljast kk., og kvk. orð sem enda á -e og