Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 136
134
Guðrún Kvaran
hvk. orð sem enda á stuttu -a. Dæmi: krabbe, brœðe, auga. Hann tekur
fram að kvenkynsorðin séu án ft. að þremur undanteknum, 0xe, myre
og mere.
2.2.5 Samsett beyging
Eins og ég gat um fyrr er í þriðja kafla fjallað um samsetta beygingu
og má fara þar hratt yfir sögu. Þar eru beygð með greini dæmi úr
öllum fjórum beygingarflokkum en tekið fram að ávarpsfallið sé ávallt
ósamsett. í lokin birtir Runólfur yfirlit yfir samsettu beyginguna.
23 Beyging lýsingarorða
Lýsingarorðum skiptir Runólfur í fjóra flokka: þ.e. orð sem enda á
-/, -n, -r, -s eins og haall, seinn, blydur, vijs. Þau sem endi á -/ séu í raun
þrenns konar eftir kynjum, kk. með tvöfalt /, kvk. með einfalt / og hvk.
með It. Sama sé að segja um orð sem endi á n-i.
Lýsingarorð með endingunni -r greinast að hans mati í tvo flokka,
annars vegar í tví- eða fleirkvæð orð sem enda á -ur eins og goodur,
þar felli kvenkynið -ur endinguna burt en í hvorugkyni sé -t bætt aftan
á kvenkynsmyndina. í hinum flokknum eru einkvæð orð sem enda á
-r, -ar, -er, -ir og -or: truur, klaar, ber, skijr og stoor. Þá em rakin
ýmis sérkenni lýsingarorða svo sem breytingar á sérhljóðum sem hann
skýrir á sama hátt og í nafnorðum. Þá tekur við langur kafli um að
öll lýsingarorð beygist með tvenns konar hætti. Þau hafi áðumefhdar
endingar í nf. et. en að auki endi kk. á en kvenkyn og hvorugkyn á -a
ef fomafhið saa fari á undan. Sýnd em beygingardæmi um alla fjóra
beygingarflokka lýsingarorða og þau beygð með og án fomafhsins.
Athyglisvert er að þgf. et. kvenkynsorða endar alltaf á -re og eign-
arfall allra kynja á -ra, þ.e. gamallre, gamallra, vænnre, vœnnra,
drucknre, drucknra (af drukkenri).
Næst ræðir Runólfur um stigbreytingu lýsingarorða og sýnir beyging-
ardæmi um miðstig og efsta stig í öllum kynjum og tölum allra fjögurra
flokkanna og lætur það að mestu nægja sem umfjöllun um þau.