Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 137
Grammaticœ islandicœ rudimenta
135
2.4 Afbrigðileg beyging
í fimmta kafla er komið að safni orða sem Runólfur telur á einn eða
annan hátt afbrigðileg og í þeim flokki em t.d. orðin fader og broder,
vetur ogfingur, en einnig fjöldi orða sem ekki hefur átt heima undir þeim
reglum sem hann hafði komið auga á. Flest em þetta hvomgkynsorð
sem aðeins em notuð í et. eins og dramb, hial, ki0t og miol.
25 Afleidd orð
í sjötta kafla er komið víða við. Þar er gefið eins konar yfirlit yfir
kyn orða og einkenni hvers kyns og hefur það mestallt komið firam
áður. Þá kemur Runólfur aðeins inn á orðmyndun og nefhir þar átta
flokka en umfjöllunin er nánast engin: Til afleiddra orða (derivativa)
telur hann t.d. faderne af fader, jardan af j0rd og gedian af ged, en til
patronymica, þ.e. orða sem dregin em af nöfnum feðra, afa eða forfeðra,
orðin D0glingur af dagur og Ski0lldungur af ski0lldur. í þriðja lagi em
nefnd lýsingarorð dregin af þjóða- eða landaheitum en þar næst orð sem
tákna einhvers konar eign eins og Grettistak og Balldursbraa. í fimmta
lagi nefnir hann lýsingarorð sem dregin em af nafnorði (denominativa)
eins og naadugursS naad en í sjöttalagi smækkunarorð eins og b0ggull
af bagge. Slík smækkun sé einnig einkennd með því að bæta -korn aftan
á nafhorð, t.d. heykorn, baggakorn. í næstsíðasta flokki era nefnd orð
dregin af sögnum (verbalia) en lestina reka töluorð, bæði raðtölur og
frumtölur.
2.6 Beyging fornafna
Sjöundi kafli er um fomöfh og er mjög stuttur. Þar er víða fram-
andlega beygt og sumt líklegra að setja beri á reikning hroðvirkni en
raunvemlegra beygingarmynda á dögum Runólfs. Fomöfhin em beygð
í þremur tölum, eintölu, tvítölu og fleirtölu, og engin tilraun er gerð til
að flokka þau. Persónufomafnið í fyrstu persónu er að mestu rétt beygt.
Þó er ef. ft. sagt vera vorra í stað vor.
Undarleg er beyging óákveðna fomafhsins hver. Þar virðist allt í
graut.