Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 144
142
Gunnar Harðarson
skilning á eðli heimsins, heldur aðeins að öðlast sem fyllstan skilning
á fomum ritum. Þó að viðhorf þeirra væri umfram allt textaffæðilegt
og bókmenntalegt, en ekki heimspekilegt, kostuðu þeir kapps um að
finna eins mikla reglu og mögulegt var í skipan málsins og lýsa henni.
Slíka mállýsingu var síðan unnt að nota sem viðmiðun við rannsóknir
á bókmenntaverkum og til að skýra óljósa staði í fomum textum.
Þessi leit að hinu rétta formi, málfræðilegu sem bókmenntalegu,
sem unnt væri að nota sem viðmiðun, átti mikinn þátt í því að móta
hina alexandrísku málfræðihefð. Hún varð í eðli sínu það sem kallast
á firæðimáli forskriftarmálfræði (paradigmatísk, normatíf). Þessi al-
exandríska málffæðihefð er gmndvöllurinn undir þeirri málffæði sem
latneskir höfundar á borð við Donatus og Priscianus sömdu á fjórðu
og sjöttu öld eftir Krist og vom notaðar sem kennslubækur í skólum
miðalda langt fram á endurreisnartímann. Það var ekki fyrr en þýð-
ingar á ritum Aristótelesar fóm að berast til Vesturlanda á 12. öld að
nýjar áherslur komu fram og leiddu til þess að heimspekileg málffæði
vaknaði af dvala. Staða málffæðinnar sem undirstöðugreinar veiktist og
mætti með nokkmm sanni segja að rökfræði og heimspeki hafi tekið við
af henni sem helstu ffæðigreinar um tungumálið í háskólum miðalda.
í samræmi við þessa þróun má skipta málffæðiritum miðalda í þijá
meginflokka, það er að segja í kennslubækur, skýringarrit og ffæði-
bækur. Kennslubækumar vom útbreiddastar og eiga rót að rekja til
alexandrísku hefðarinnar. Skýringarritin em eins konar sambland af
kennslubókum og ffæðiritum, en ffæðiritin koma síðar til sögunnar í
tengslum við rökfræði og heimspeki og hafa að geyma mestar nýjungar
á sviði málfræðinnar. Að vísu er það ekki einhlítt að mestar firamfarir í
fræðigreinum hafi orðið fyrir tilverknað fræðirita, því að á miðöldum
og lengi síðan vom skýringarritin einn helsti farvegur nýsköpunar í
ffæðimennsku. En munurinn á því að setja saman málffæði til kennslu
og að koma fram með heimspekilega greiningu á því hvemig skoða má
heiminn í spegli tungunnar ætti að vera lýðum ljós. Það verður jafh-
framt að hafa í huga, þegar rætt er um málfræði og ástundun hennar á
miðöldum, að tungumálið var ekki viðfangsefhi málfræðinnar einnar
heldur allra greinanna í þríveginum svokallaða (trivium); greinamar