Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 146
144
Gunnar HarÖarson
rita sem við köllum nú bókmenntaverk. En þegar við komumst að því
að Techne sjálf fjallar aðeins um 1. og 5. lið, þ.e.a.s. um hljóðgildi stafa
og beygingarfræðina, þá erum við komin á heldur kunnuglegri slóðir.
Þá kemur einnig til skiptingin í átta orðflokka, sem er eitt lífseigasta
einkenni evrópskrar málfræði og er eignuð Tryphoni nokkrum frá 1. öld
f. Kr.: nafnorð, sögn, lýsingarorð, greinir, fomafn, forsetning, atviksorð
og samtenging (gr. onoma, rhema, metoche, arþron, antonymia, proþes-
is, epirhema, syndesmos). Orðflokkamir em í grundvallaratriðum skil-
greindir samkvæmt ýmsum formlegum einkennum, eins og kyni, tölu,
falli og svo framvegis, en auk þess bætti Techne við merkingarskil-
greiningum í suma þeirra (sögnin lýsir athöfn) og einn var skilgreindur
út frá hreinu merkingarffæðilegu hlutverki, sem sé samtengingin, sem
tengdi hugsanir í ákveðinni röð. Þetta samspil formlegra og merkingar-
legra þátta átti eftir að verða miðaldaspekingum ærið umhugsunarefni
síðar meir.
Þriðji fræðimaðurinn sem hér skal nefndur til sögu er (c) Appollonios
Dyskolos sem uppi var á 2. öld e. Kr. Honum eru eignaðir um tveir tugir
verka, en aðeins fjögur hafa varðveist. Þau em þijár stuttar ritgerðir um
fomöfh, samtengingar og atviksorð og svo eitt stærra rit sem nefhd-
ist Peri syntaxeos, eða Um setningafræði. Framlag Appolloniosar til
málfræðinnar er talið fólgið í því að hann hafi bætt úr ágöllum Techne
með því að setja fram skipulega umfjöllun um setningaffæði. Einnig
skilgreindi hann muninn á áhrifssögnum og áhrifslausum auk ýmislegs
annars.
Við sjáum nú að fram er komin hin hefðbundna samsetning málffæði-
bóka sem við könnumst við frá íslensku, latínu og grísku: hljóðfræði,
beygingarfræði og setningaffæði. Segja má að höfundamir sem hér
hafa verið nefhdir, Dionysios Þrakverji, sem fjallaði um hljóðffæði og
beygingarffæði, og Appolonios Dyskolos, sem fjallaði um setninga-
fræði, hafi með ritum sínum lagt gmndvöll að latnesku málfiæðinni
eins og hún birtist í verkum Donatusar og Priscianusar. Með þessu
höfðu hellenísku málfræðingamir afmarkað hugtakakerfið, aðferðim-
ar og viðfangsefnin sem áttu eftir að móta málfræðina næstu aldimar.
Síðari tíma menn þekktu að vísu lítið sem ekkert til þessara manna, en