Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 148
146
Gunnar Harðarson
minor (Minni fræðin), og hins vegar (2) Ars grammatica (Málfræðin)
sem gekk undir heitinu Ars major (Meiri ffæðin).
Af þessum tveim ritum varð Ars minor lang lífseigust og útbreiddust.
Hún er inngangsrit um orðflokkana í formi spumingakvers og byggist
á grundvallaratriðum úr Techne grammatike, til að mynda á skiptingu
setningar í hluta sem em skilgreindir á formlegan og merkingarlegan
hátt. Sökum þess að latínan hefur ekki greini var bætt við upphrópun
í latnesku málfræðina til þess að halda skiptingunni í átta orðflokka.
Auk þess er ýmsum smærri atriðum breytt frá Techne grammatike.
Ars major var mun stærra rit. Það skiptist í þrjár bækur og hófst á
umfjöllun um vox, hljóðið eða röddina sem taldist efnisorsök tungu-
málsins, og greindi síðan hljóðgildi stafa, atkvæði, áherslur, og þannig
koll af kolli. Þriðja bók gekk undir nafninu Barbarismus (Málvillur),
sem tók til óklassískrar notkunar, og fjallaði m.a. um leyfi og óleyfi í
skáldskap.
(b) Priscianus ffá Cæsareu í Norður-Afríku kenndi í Konstantmópel
á dögum Anastasíusar keisara (491-518). Hann er því samtímamaður
Boethiusar og Cassiodomsar. Rómverskir lærdómsmenn báðu hann að
setja saman málffæði til að bæta latínukunnáttu manna og var höf-
uðrit hans, Institutiones grammaticæ, pantað af Julianusi, rómversk-
um konsúl og patricía, sem vildi latneska málfræði byggða á grískum
heimildum. Priscianus byggði einkum á verkum eftir Herodianus og
Appollonios Dyskolos.
Institutiones grammaticae skiptist í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn,
sem kallaður var Priscianus major fjallar um hljóðffæði og beyg-
ingarfræði og nær yfir 1.-16. bók. Síðari hlutinn, sem kallaður var
Priscianus minor fjallar um setningafræði og nær yfir 17.-18. bók.
Sérkenni Priscianusar er að í stað formlegra skilgreininga styðst hann
mest við merkingarfræðilegar skilgreiningar. Þannig er oratio (setning)
skilgreind þannig að hún láti í ljós fulla hugsun, hvað sem setninga-
ffæðinni líður. Priscianus hélt skiptingunni í átta orðflokka en byggði
hana á merkingarfræðilegum einkennum. Til dæmis skilgreindi hann
nafnorð ekki út ffá fallbeygingu, heldur út frá því að það táknaði
hluti og eignaði þeim almenna eiginleika. Fræðilegt framlag hans var