Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 149
Latneska málfrœðihefðin á miðöldum
147
ekki mikið, áhrif hans urðu einkum á sviði menntunar. Sökum þess
að Priscianus notaði sýnishom úr ritum fomra höfunda, eins og til að
mynda Vergiliusar, Cicero og Terentiusar, til að útlista mál sitt varð rit
hans mörgum miðaldamanninum uppspretta brotakenndrar þekkingar
á ýmsum helstu höfúndum fomaldar.
Klofhingur Rómaveldis í austur- og vesturhluta, minnkandi sam-
skipti milli þeirra, innrásir barbara og styijaldimar á 6. öld á Ítalíu,
ásamt hnignun latneskrar tungu, leiddu til þess að nauðsynlegt varð að
kenna latínu sem ffamandi tungumál og þá þurfti augljóslega einhvers
konar málfræði. Því hlutverki gegndu rit Donatusar og Priscianusar og
vom þau notuð á miðöldum sem kennslubækur í latneskri málfræði.
Að vísu vom ýmsir sem sömdu skólamálfræði upp úr Donatusi og
bættu við ýmiss konar beygingardæmum, t. d. Virgilius grammaticus á
7. öld (Law 1992). En Donatus og Priscianus vom uppsprettumar og
viðmiðanimar. Framan af lásu menn fyrst Ars minor eftir Donatus og
síðan Ars major og að lokum Institutiones Priscianusar. Síðar meir var
þriðja bók látin nægja í Ars major, þ.e.a.s. Barbarismus, og auk þess
fóm menn að lesa ýmis skýringarrit við bæði þessi málffæðirit í stað
þeirra sjálfra.
Á hellenískum tíma hafði sú hefð skapast að setja saman alffæðirit
sem geymdu þekkingu á flestum hixuia fijálsu lista (Wagner 1986:14-
22). Sá sem flutti þetta form inn í latneskan menningarheim var einmitt
Marcus Terentius Varro með bók sinni, Disciplinamm libri novem (Um
fræðigreinar í níu bókum), sem var ein aðalheimildin að riti Martianusar
Capella, De Nuptiis Mercurii et Philologiae (Um brúðkaup Merkúríusar
og Fílólógíu), frá því á 4. öld (Capella 1977). Um 500 setti Cassiodor-
us saman alffæðibók sína er nefhdist Institutiones og upp úr 600 setti
Isidoms ffá Sevilla (570-636) saman þekktustu alffæðibók miðalda,
sem nefhdist Etymologiæ sive Origines (Isidoms 1911). Höfuðíþrótt-
imar vom níu talsins hjá Varro en hjá Martianusi Capella urðu þær sjö
og á karlungatímanum (um og upp úr 800) var farið að skipta þeim
í trivium (þríveg) og quadrivium (fjórveg) út ffá skilgreiningu Boet-
hiusar sem kom fram með quadmvium-heitið. Ein þrívegsgreinanna
var málffæðin og einn þátturinn í þessum alffæðibókum var því eðli-