Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 152
150
Gunnar Harðarson
3. Málfræði og mælskulist
Samhliða breyttum áherslum í málfræðinni við aukið vægi rökfræð-
innar, breyttist inntak mælskulistarinnar einnig nokkuð. Hefðbundin
mælskulist, eins og hana er að íinna hjá til að mynda Cicero, hafði
upphaflega reynt að halda fram tengslum mælsku og visku eða sið-
ferðis: hinn þroskaði maður átti að vera forsendan fyrir því að beita
mælskulistinni á réttan hátt og í réttum tilgangi. De inventione efitir
Cicero var aðalheimild mælskufræðinnar á miðöldum og bók Aristó-
telesar um þau efhi kom ekki til sögunnar fyrr en um 1270 og var þá
yfirleitt lesin í tengslum við siðfræði og stjómspeki. A 12. öld kom
hins vegar ftam hin svokallaða Rhetorica ad Herrennium, sem var upp-
haflega eignuð Cicero, og varð fljótt mjög vinsæl, enda náði hún yfir
alla sömu þætti mælskulistarinnar og De inventione sem áður hafði
verið notuð, en líka ýmsa aðra, einkum þó þann þátt sem nefndur var
elocutio og laut að stflbrögðum. Um þennan þátt var fjallað í IV. bók
Ad Herrennium. Þama er stfl til að mynda skipt í þrennt: lágstfl, miðstfl
og hástfl (gravis, mediocris, adtenuata) og þar er einnig íjallað ýtar-
lega um ýmiss konar skreyti (exomationes) eða málskrúð (sjá t.d. Ama
Siguijónsson 1991:72-75). í kjölfarið breyttist það meginsjónarmið til
mælskulistarinnar að hún væri umffarn allt listin að sannfæra, og nýtt
sjónarmið kom fram, sem fólst í því að setja mælskulistina í samband
við stflfræði og skáldskaparfræði. Til verða ritgerðir í mælskulist sem
em eingöngu helgaðar stflbrögðum. Barbarismus (3. bók í Ars major),
sem áður hefur verið minnst á, og Ad Herrennium IV mótuðu síðan
kenningar ýmissa miðaldamanna um Iflcingamál (myndhverft mál). En
vegna Ad Herrennium má segja að viðfangsefhið hafi flust úr málffæði,
þar sem um það hafði verið fjallað hjá Donatusi, og yfir í mælskuffæði
(Camargo 1986:105-107).
Úr því farið er að nefha skáldskaparfræði má minnast á það að
þegar kennslubækur í skáldskaparfræði, sem nefndust Ars poetriae,
koma fram á sjónarsviðið ábilinu 1170-1280,voru höfundamir y firleitt
taldir til málfræðinga. Meginviðmiðunin frá klassískum tíma var þá
Ars poetica eftir Horatius sem kölluð var Poetria vetus í andstöðu við
Poetria nova eftir Geofffey ffá Vinslauf (um 1210). Verður þá að hafa