Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 155
Latneska málfrœðihefðin á miðöldum
153
modi intelligendi (skilningshættir) og eru táknaðir með mismunandi
modi significandi (merkingarhættir). Af þessu háttatali öllu saman
nefndust þessir málfræðingar módistar. Með modi essendi eða veru-
háttum er ekki átt við þá eiginleika sem ákvarða eðlismynd hlutanna
(forma substantialis) heldur ýmsa tilfallandi eiginleika (accidentales)
sem em þeim samfara. Þessir eiginleikar, sem eiga sér hlutlæga tilveru
í veruleikanum, öðlast huglæga tilveru í sálinni sem skilningshættir eða
modi intelligendi, sem em á sama hátt aðgreindir frá hugtaki hlutarins.
Loks er skilningsháttunum þröngvað upp á tjáningarformin sem merk-
ingarháttum (modi significandi), sem em einnig aðgreindir frá beinni
merkingu orðsins.
Dæmi sem oftast er tekið er af sársauka. Sama íyrirbærið, sársauki,
birtist í málinu á mismunandi vegu: sem sjálfstætt fyrirbæri (nafhorð:
dolor) sem athöfn (sögn: doleo), sem eiginleiki (lýsingarháttur: dolens),
sem nánari tilgreining (atviksorð: dolenter) og sem tilfinningaleg tján-
ing (upphrópun: heu\). Þama er sem sé verið að sýna hvemig sami
vemleikinn birtist eða endurspeglast í málinu með mismunandi hætti
(sjá t.d. Pinborg 1982:258).
Kenningin um modi significandi var tilraun til heildargreinargerðar
fyrir merkingarmyndun og tengslum máls, hugsunar og vemleika, og
til vísindalegrar greiningar tungumálsins í samræmi við það. Hún stóð
eins og áður sagði með blóma á síðasta fjórðungi 13. aldar og í byijun
hinnar 14. En þá tók við stöðnun og smám saman hurfu módistar út
í þoku gleymskunnar. Síðasta merka, módíska málfræðin er talin vera
Grammatica speculativa eftir Thomas ffá Erfurt (Bursill-Hall 1972),
ffá því um 1310 (frá sama tíma og Hauksbók), en hin fyrsta er talin
verk Martinusar ffá Dacia og landa hans Boethiusar ffá því um 1270.
Ein ástæða þess að málffæði módista vék smám saman til hliðar var
sú að heimspekilegar forsendur kenninga þeirra sættu hörðum árásum
af hálfu nafhhyggjumanna og averroistanna svokölluðu, en það vom
heimspekingar sem fylgdu túlkun Averroesar á heimspeki Aristóteles-
ar, og síðarhúmanistaeðafommenntastefhumanna(Pinborg 1982:267,
Covington 1992:151). Nafnhyggjumenn bentu á að merking væri ekki
til í sjálfri sér, heldur aðeins einstakir hlutir og því væra engar al-