Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 156
154
Gunnar Harðarson
gildar reglur til, heldur aðeins einstakar orðræður og notkun þeirra.
Averroistinn Johannes Aurifaber, færði um 1330 íram áþekk rök, þess
efnis að þar sem öll tákn væm samband tjáningarforms og inntaks en
ekki sjálfstætt fyrirbæri gætu þau ekki búið yfir neinum sjálfstæðum
meðfylgjandi einkennum á borð við modi significandi. Einnig að ef
tengsl tjáningarforms og inntaks væm ekki eðlisbundin, þá gilti það
líka um merkingarhættina og því uppfylltu þeir ekki skilyrði þess að
vera viðfangsefhi vísinda. Kenningar módistaurðu auk þess æ flóknari,
sífellt þurfti að gera nýjan og nýjan greinarmun til þess að útskýra fyr-
irbærin. Flestir húmanistar leiddu þá einfaldlega hjá sér, töldu þá vera
eins konar barbarista, enda lögðu húmanistamir mest upp úr klassískum
fyrirmyndum og vom auk þess einna fyrstir til að huga að sérkennum
latínunnar miðað við önnur mál (Percival 1982). Þannig fór um þá mál-
fræði sem hefur af ýmsum fræðimönnum verið talin einna áhugaverðust
ffá málvísindalegu sjónarmiði. Þess skal þó getið að áhugi á almennri
skipan máls og hugsunar kom upp síðar, til dæmis í Port-Royal mál-
ffæðinni á 17. öld sem hafði nokkur áhrif á Chomsky-málfræðina, og
einnig er rétt að minnast á verk nokkurt eftir austurríska heimspeking-
inn Ludwig Wittgenstein sem gefið var út árið 1974 og nefhdist á ensku
Philosophical Grammar.
5. íslensku málfræðiritin í Ijósi latneskrar málfræði
Ég hef reynt að draga hér upp svolítið landakort af latneskri mál-
ffæðihefð og þróun hennar með því að stikla á stóm í sögu hennar ffá
því í fomöld og ffam á miðaldir. Ætlunin hefur einungis verið að benda
á fáein atriði ef það mætti verða til skilningsauka þeim sem þessi fræði
em með öllu ókunn. Rakið hefur verið hvemig lameska málffæðin
spratt upp úr hellenískri málfræði, hvaða mynd hún tók á sig í ritum
helstu málfræðinga, hvemig hún varðveittist og hvemig henni var miðl-
að áfram til miðaldanna, hverjum breytingum hún tók við uppgötvun
heimspekirita Aristótelesar og hvemig þær breytingar klufu hana í tvö
gerólík svið sem hafa þó ávallt verið til staðar í mismiklum mæli í
vestrænni menntahefð.
Hvað má þá segja að lokum um gildi þessarar hefðar til skilnings