Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 157
Latneska málfræðihefðin á miðöldum
155
á íslensku málfræðiritunum? Ég er ekki frá því að nokkur þekking á
latnesku hefðinni og þróun hennar færi mönnum ákveðnar viðmiðanir
sem geri kleift að staðsetja þau innan málfræðihefðarinnar og sjá þau
þar með í víðara samhengi en annars, bæði út frá samkennum þeirra við
ýmis atriði latnesku málfræðiritanna og eins út frá sérkennum þeim sem
greina þau, í mismiklum mæli að vísu, firá latneskum ritum. Með þetta
í huga má taka til við að spyrja spuminga. Er til dæmis hugsanlegt að
tengsl séu á milli málskrúðsfræðinnar í I>riðju málfræðiritgerðinni og
þeirrar þróunar sem minnst var á hér áðan í sambandi við Barbarismus
og mælskulistina sem stílffæði? Á samsetning málffæðiritgerðanna í
heild eitthvað skylt við latnesku ritin og þá hver? Skyldi það vera hrein
tilviljun að þegar maður les upphafið á Ars minor fái maður það á
tilfinninguna að hafa séð þetta einhvers staðar áður:
Partes orationis quot sunt? Octo. Quales?
Nomen, pronomen, verbum, adverbium [... ]
Nomini quot accidunt? Sex. Quæ?
Qualitas, comparatio, genus, numerus, figura, casus.
Eða hvað segir ekki í upphafi Háttatals í Snorra-Eddu (Snorri Sturlu-
son 1931:213; stafsetning færð til nútíðarhorfs):
Hvað em hættir skáldskapar? Þrennt. Hveijir?
Setning, leyfi, fyrirboðning.
Hvað er setning háttanna? Tvenn. Hver?
Rétt og breytt.
Hvemig er rétt setning háttanna? Tvenn. Hver?
Tala og grein.
Og þannig mætti halda lengi áfram. Er þá nokkuð annað eftir en
að snúa vísunni með sextánmæltum hætti (Háttatal 9) upp í áskorun á
fræðimenn og áhugamenn um fom íslensk málffæðirit:
Vex iðn, vellir roðna,
verpr lind, þrimu snerpir.