Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 175
KRISTJÁN ÁRNASON
Málfræðihugmyndir Sturlunga*
0. Inngangur
Þegar rætt er um íslenska málfræðiiðkun að fomu, eins og einu sinni
var sagt, eða á miðöldum, eins og nú er sagt, er það venjulega Fyrsti
málffæðingurinn sem hlýtur verðskuldað lof fyrir skýra og frumlega
hugsun og býsna haldgóða greiningu á hljóðkerfi fommálsins. Aðrir
málfræðingar frá þessum tíma hafa nokkuð fallið í skuggann af honum
og verið taldir sýnu ómerkari. En það er þó fjarri því að aðrir miðalda-
menn íslenskir sem fengist hafa við málfræði séu einhveijir aukvisar.
Hreinn Benediktsson (1972) hefúr gert grein fyrir aðferðum Fyrsta
málffæðingsins þannig að litlu virðist við að bæta um sinn, og í þarffi
útgáfu hefur Fabrizio Raschellá (1982, sbr. ritdóm minn 1984) gert
grein fyrir Annarri málfræðiritgerðinni og m.a. bent á sérstöðu hennar
og að hún virðist ekki sniðin beint eftir neinni erlendri fyrirmynd. Þar
kemur einnig fram sjálfstæð hugsun, ekki síður en í Fyrstu málfræði-
ritgerðinni, enda þótt niðurstöðumar séu ekki eins glæsilegar.
Þótt yfirskrift þessarar greinar sé „Málffæðihugmyndir Sturlunga“
verður hér ekki gerð nein almennileg grein fyrir öllu því sem Sturlungar
kunna að hafa hugsað eða affekað í þessum fræðum, heldur verður
einungis gripið niður í skrif þeirra frænda Snorra Sturlusonar og Ólafs
Þórðarsonar og litið á hvað þeir hafa að segja um málffæði og þá einkum
þá þætti málsins sem tengjast kveðskap og sem bragkerfið byggir á,
en þetta er einkum áhersla og hrynjandi fommálsins. Athugaðar verða
nokkrar athugasemdir Snorra í Háttatali og notkun hans á orðinu grein
og það sem Ólafúr hefur að segja um hluti sem tengjast bragffæði
og hrynjandi, um stafi og samstöfur og það sem hann kallar hljóðs
grein. Mikill hluti ritgerðarinnar fer í það að kanna hvort hugsanlegt
Ég vil þakka Halldóri Ármanni Sigurössyni fyrir gagnlegar athugasemdir og
Svavari Hrafrii Svavarssyni fyrir hjálp við að setja versjónir við latínutexta.
íslenskt mál 15(1993), 173-206. © 1993 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.