Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 177
Málfrceðihugmyndir Sturlunga
175
Snorri var raunar ekki fyrstur manna hér á landi til þess að fjalla um
bragfræði eða semja háttatal, því til er kvæði sem kallað hefur verið
Háttalykill hinn fomi og sagt er vera ort af Rögnvaldi kala Orkneyjajarli
og Halli nokkmm Þórarinssyni um miðja 12. öld. Háttalykill þessi
hefur varðveist í tveimur afskriftum Jóns Rúgmanns frá 17. öld, sem
gerðar em á gmndvelli gamallar bókar sem Rúgmann hefúr átt erfitt
með að lesa á köflum, þannig að kvæðið hefúr ekki varðveist í heild
sinni, en í þeim texta sem varðveist hefúr em jafnan tvær vísur undir
hveijum hætti, og em nefnd nöfh háttanna. (Sbr. Jón Helgason og Anne
Holtsmark 1941.) Háttalyklar eða háttatöl af þessu tæi em vel þekkt
meðal annarra þjóða ffá miðöldum og fyrr. T.a.m. vom írar duglegir
við að setja ffam bragreglur með dæmum, og einnig er þetta algengt í
latneskum bókmenntum.
Háttatal Snorra er alldæmigerður háttalykill eða clavis poetica,
kvæði, alls 102 vísur, sem Snorri orti um Hákon konung Hákonar-
son og Skúla jarl og sýnir mikixui fjölda bragarhátta og afbrigða þeirra.
En þótt Háttatal sé fyrst og ffemst kvæði, má talsvert ráða í textami um
notkun Snorra á hugtökum sem tengjast málfræði og bera saman við
það sem annars staðar þekkist. Það er einkum í lausamálstextum við
upphaf kvæðisins sem athugasemdir af þessu tæi er að finna.
I katekisma sínum (þ.e. spumingum og svömm) í upphafi segir Snorri
að hættir skáldskaparins séu þrír, þ.e. setning, leyfi og fyrirboðning.
Hér fylgir Snorri, eins og t.a.m. Faulkes (1991:48) bendir á, viðteknum
formúlum, og notar hefðbundna aðgreiningu í miðaldamálffæði, því
þessir ,Jiættir“ samsvara því sem kallaðist pars praeceptiva, pars
permissiva og pars prohibitiva í fomum ritum. Pars praeceptiva er
sá hluti málfræðibókar Dónatusar, Ars Grammatica, þar sem fjallað
er um réttar reglur málsins, stafsetningu og beygingu. Pars permissiva
segir ffá leyfilegum ffávikum, svo sem stflbrögðum ýmiss konar, en
pars prohibitiva fjallar um það sem bannað er eða óæskilegt. Setning
háttanna samsvarar pars praeceptiva og er þar átt við reglumar eins og
þær em, leyfin samsvara pars permissiva og fyrirboðningin samsvarar
pars prohibitiva. Þessar aðgreiningar hefur Snorri vafalaust lært í Odda
eða einhvers staðar annars staðar á lífsleiðinni.