Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 178
176
Kristján Árnason
Rétt setning háttanna er tvenns konar, segir Snorri. Annars vegar
tala og hins vegar grein. Tölumar em þrjár, tala háttanna sjálfra, tala
vísuorða og tala samstafna. Grein setningar réttra hátta er tvenn, máls
grein og hljóðs grein.
Svo virðist sem Snorri hafi hugsað sér að máls grein háttanna lyti
að því hvemig greina má hættina niður eftir textanum sem hættina
fyllir, en að hljóðs grein lyti að hljómnum, rími og stuðlasetningu, og
e.t.v. hrynjandinni. Hljóðs greinin svarar þá til bragreglnanna, bæði
reglnanna sjálfra og þess hvemig málið og bragurinn tengjast, en máls
greinin tekur til hinna ýmsu stflbragða sem beita má með orðavali,
stflbrögðum og kenninganotkun.
Ef þetta er réttur skilningur virðist Snorra raunar fatast ögn í stflnum,
þegar hann spyr sjálfan sig hvað sé máls grein, því það er engu lflcara
en hann lendi ósjálfrátt í því að útskýra hljóðs greinina.
Textinn hljóðar svo (sbr. Faulkes 1991:3):
Hver er grein setningar háttanna?
Tvenn.
Hver?
Máls grein ok hljóðs grein.
Hvat er máls grein?
Stafa setning greinir mál allt, en hljóð greinir þat at hafa samstgfur langar
eða skammar, harðar eða linar, ok þat er setning hljóðs greina er vér kgllum
hendingar, svá sem hér er kveðit:
Og svo kemur fyrsta vísa kvæðisins með réttum dróttkvæðum hætti.
Hér fær máls grein bragarháttarins mjög lítið rúm, en eins og brátt mun
vikið að gerir Snorri betri grein fyrir henni í innganginum að 2. vísu.
(Við munum sjá að Snorri notar orðin hljóðs grein í annarri merkingu
en Ólafur frændi hans gerir í Þriðju málfræðiritgerðinni.)
Talsvert hefiir verið rætt um merkingu orðsins grein í fomum mál-
fræðiritum. Hreinn Benediktsson (1972:69) lýsir notkun Fyrsta mál-
fræðingsins á orðinu og telur að það hafi tvenns konar merkingu; ann-
ars vegar lýsi það venslum milli tveggja eininga sem greindar em að,
og hins vegar geti það merkt einingamar sjálfar. Frægar em tilvitnanir
í Fyrsta málfræðinginn, sem lúta að þessu. Notkun Snorra á orðunum