Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 180
178
Kristján Árnason
Tvá vega.
Hvemig?
Halda eða skipta háttunum.
Hvemig skal breyta háttunum ok halda sama hætti?
Svá: at kenna eða styðja eða reka eða sannkenna eða yrkja at nýgjgrvingum.
Síðan rekur hann dæmi um hvemig breyta megi kenningum, ræðir um
tvíkenningar og reknar kenningar, sannkenningar og nýgervinga. Að
lokinni 6. vísu segir hann svo:
Nú er dróttkveðinn háttr með fimm greinum, ok er þó hinn sami háttr réttr
ok óbmgðinn, ok er optliga þessar greinir sumar eða allar í einni vísu ok er
þat rétt... (bls. 7)
Hér virðist mega álykta sem svo að Snorri telji að rétt setning háttanna
megi greinast á ýmsa lund eftir málinu, og brey tingar á málinu felast þá í
beitingu ýmissa stflbragða. Þessi hugtakanotkun virðist í rauninni alveg
heilsteypt og samsvara því þegar nú á tímum er gerður greinarmunur
á formi kveðskaparins og samsetningi (,jcompósisjón“, sbr. Kristján
Ámason 1991:3-5). Það er ekki breyting á hættinum sjálfum að nota
kenningar, heldur fer eftir samsetningi eða kompósisjón. Snorri notar
þama orðið grein og talar um þessi afbrigði sem greinir dróttkvæðs
háttar.
Ef draga ætti saman einhverja niðurstöðu um notkun Snorra á orðinu
grein, þá virðist svo sem hér sé ekki um að ræða terminus technicus,
þ.e. íðorð, heldur notfæri hann sér hér almennt orð, sem hafði allvíða, en
að því er virðist skýra merkingu. Svo gæti virst sem þetta stangist eitt-
hvað á við skilning Hreins Benediktssonar (1972) á því hvemig Fyrsti
málfræðingurinn notar orðið grein. Hreinn gerir mikið úr notkun Fyrsta
málffæðingsins á þessu orði sem fræðihugtaks, og segir (1972:80-81):
... the notionof grein ‘distinction’ itself— together with the notionof skipta
máli ‘to change the discourse’ was not at the periphery of his terminological
system, as it was in the traditional Latin grammar, but on the contrary,
in its very center, it represented the basic principle in his approach to
orthographic analysis ... So it is his use of grein and its equating the
modem distinctive opposition — rather than the equating of stafr with
the modem phoneme — that permits us to assign to this early student