Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 181
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
179
of language a place as a distinguished, if isolated, percursor of twentieth-
century theoretical linguistics in some of its aspects.
Þótt leitun sé á skýrari greinargerð um merkingargreinandi hlutverk
málhljóða en þeirri sem Fyrsti málfræðingurinn setur fram í ritgerð
sinni, má vera að honum séu stundum ætluð meiri affek en hann heftir
ætlað sér að vinna. Sé notkun hans á orðinu grein borin saman við
þessa lauslega athugun á notkun Snorra virðist hún falla nokkuð vel að
notkun þess í almennu íslensku máli á þessum tíma. Ekki virðist annað
en merkingarskilgreiningarFritzners (sub verbum grein) og dæmi sem
hann tekur komi heim og saman við þetta. Ég legg þó áherslu á að þótt
ekki sé nauðsynlegt að líta svo á að Fyrsti málfræðingurinn noti orðið
grein sem íðorð hefur það ekkert með skýrleik hans að gera, og ef ekki
ber að eigna skýrleikann Fyrsta málfræðingnum einum, þá mætti rekja
hann til hins íslenska hugarheims sem hann og Snorri hrærast í.1
2. Olafur hvítaskáld og ritgerð hans
2.1 Olafur Þórðarson
En víkur nú sögunni að Ólafi hvítaskáldi Þórðarsyni, bróðursyni
Snorra (1210-69) (Bjöm M. Ólsen 1884:XXXm telur að Ólafur sé
fæddur um 1212). Ferill hans er að mörgu leyti ekki ólíkur ferli duglegs
menntamanns á okkar tímum, sem aflar sér menntunar erlendis og
kemur heim og kynnir fræðin fyrir þeim sem heima sitja. Hann blandaði
sér ekki mikið í deilumál, en vitað er að hann rak eins konar skóla í
Stafaholti í Borgariirði. Ólafiir dvaldi erlendis í a.m.k. 4 ár. Veturinn
1237-8 var hann í Niðarósi og í vinskap við bæði Hákon konung og
Skúla jarl og orti kvæði um þá. Frá Noregi fór hann til Danmerkur og
1 Margt fleira fróölegt er hægt að ræða um hugtakanotkun Snorra Sturlusonar í
málfræði. T.a.m. em athyglisverðar athugasemdir hans á undan 6. vísu Háttatals, þar
sem hann víkur að leyfum háttanna, permissiones. Hann segir m.a. (Faulkes 1991:7):
Þat er leyfi háttanna at hafa samstgfur seinar eða skjótar, svá at dragisk ffam eða
aptr ór réttri tglu setningar...
En rúmsins vegna verð ég að láta nægja að vísa til þess sem ég hef sagt um þetta í
bókum mínum, annars vegar frá 1980 (bls. 110 o. áff.) og hins vegar ffá 1991 (bls.
89-94).