Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 182
180
Kristján Árnason
var hjá Váldimar konungi öðrum, en frá því segir í Knýtlinga sögu.
Greint er firá því að hann hafi rætt við konunginn um rúnir og notkun
þeirra (Finnur Jónsson 1927:6). Ekki er vitað hversu lengi Ólafur dvaldi
í Danmörku, en Valdimar konungur dó árið 1241. Það er ekki heldur
vitað með vissu hvenær Ólafur sneri aftur heim til íslands, en hans er
næst getið í heimildum árið 1248, en þá gerði Þórður kakali hann að
lögsögumanni. Það var Ólafur í þijú ár, til 1250. Ólafur bjó í Stafaholti,
og árið 1255 segir frá Þorsteini tittlingi, sem var í læri hjá Ólafi í
Stafaholti. Hann hefúr sem sé kennt ffæði sín hér heima, eins og þeim
ber að gera sem menntast erlendis. Bjöm M. Ólsen telur að hann hafi
skrifað ritgerðina skömmu eftir að hann kom heim, þ.e. snemma á 5.
áratugnum.
Finnur Jónsson (1927:11) gælir við þá hugmynd að auk þess að skrifa
Þriðju málffæðiritgerðina sé Ólafúr höfundur konungasagnahandritsins
Fagurskinnu, sem hann segir að allt bendi til að sé samin á árunum
1230-1240 og í samráði við eða fyrir tilstilli Hákonar konungs. Þetta
verk hafi átt að vera eins konar aðdragandi að Sverris sögu. Finnur
télur (tilv. stað) að Ólafur hafi rekið skóla í Stafaholti í u.þ.b. 15 ár.
Þar hafi sennilega verið kennt s.k. trivium: grammatica, dialectica
og rhetorica. Hann var subdiaconus að vígslu.
Óhætt er að segja að það sé allmikill munur á þeim frændum, Snorra
og Ólafi, og að þeir hafi verið ólíkir um aðferðir og stfl. Snorri hefúr
að sjálfsögðu orðið frægur fyrir sagnaritun sína og myndi varla hafa
viljað telja sig í stétt málfræðinga, jafnvel þótt slíkur flokkur hefði
verið til á hans tímum. Ef sú grein hefði verið til á Sturlungaöld er
hins vegar næsta víst að þar hefði Ólafúr Þórðarson átt vísan ffamgang
til prófessorsembættis, svo lærður var hann. Ólafur er langduglegastur
íslenskra miðaldamálfræðinga að vitna í erlenda ffæðimenn. Þeir sem
hann vitnar mest til em Priscianus, sem skrifaði um 500 e. Kr. mikla
málfræðibók sem nefndist Institutiones Grammaticae, 18 bækur, yf-
ir þúsund blaðsíður í útgáfu Keils (1961, n.—m. bindi) og Donatus,
sem skrifaði bækur á 4. öld, sem nefndar vom Ars major og Ars mi-
nor og vom mikið notaðar við kennslu á miðöldum (sbr. Keil 1961,
IV). Hann hefur þannig verið mun alþjóðlegar þenkjandi heldur en