Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 183
Málfrœðihugmyndir Sturlunga 181
Snorri og án efa borið meiri virðingu fyrir erlendum fræðikenning-
um.
2.2 Málfrœðiritgerðin
Bjöm M. Ólsen (1884:XXXVm o.v.) telur að líkt og Snorri ræðir
um setningu og leyfi háttanna skiptist ritgerð Ólafs í tvo hluta; annars
vegar er það sem samsvarar pars præceptiva hjá Dónatusi og fjall-
ar um grunnhugtök málfræðinnar, hljóð, rödd, bókstaf, samstöfu, orð
og mál og hluta þess. Þessi hluti er oft nefndur í útgáfum Málffæð-
innar gmndvöllur. Hinn hlutinn, sem oft er nefndur Málskrúðsffæði
samsvarar pars permissiva og pars prohibitiva hjá Dónatusi. Enda
vitnar Ólafúr í upphafi Málskrúðsfræðinnar í Dónatus (Finnur Jónsson
1927:39):
Dónátús kennir í fyrri bók sinni náttúru parta þeira allra, er hafa þarf í réttu
látínu-máli, ok má engi maðr fullkomliga vel skilja ok mæla þá tungu, nema
þessa bók kunni. Aðra bók gerði hann um Igstu málsins, þá er verða kunnu
í látínu-máli ok í þeim skáldskap ok at lykðum um þat skrúð ok fegrendi,
er verða má í SQgnum ok í máls-greinum.
En þótt fyrri hluti Þriðju málfræðiritgerðarinnar samsvari að tilgangi,
ef svo má segja, pars præceptiva hjá Dónatusi virðist Ólafúr ekkt
síður og jafnvel ffekar byggja hann á tveim fyrstu bókum Institutiones
eftir Priscianus. Þetta gæti bent til þess að Ólafúr hafi stuðst við ein-
hver blendingsrit, þar sem safnað var saman köflum úr þessum fomu
málffæðiritum.
Áðan var vimað í eins konar inngang að seinni hluta ritgerðarinn-
ar, Málskrúðsfræðinnar, en Bjöm M. Ólsen (1884:XXXV111) telur að
upphaflega hafi fyrri hluti ritgerðarinnar líka haft inngang, en að hann
hafi verið fluttur í breyttu formi ffam fyrir allar málffæðiritgerðimar í
Ormsbók. Bjöm telur einnig að Ólafur hafi stuðst við rit eftir Þórodd
rúnameistara Gamlason, sem sagt er frá í sögu Jóns Ögmundssonar
biskups að hafi unnið við smíði dómkirkjunnar á Hólum. Þóroddur á
að hafa fúndið upp límingarstafi til þess að tákna þau sérhljóð sem ekki
fundust tákn fyrir í eldra rúnastaffófinu. (Bjöm rekur þetta til þess að
hann sem smiður hafi kunnað rúnir og að hann hafi komist í snertingu