Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 184
182
Kristján Árnason
við bóklærdóm á Hólum, þegar hann vann að kirkjusmíðinni.) Bjöm
telur að Þóroddur hafi skrifað um þetta sérstaka ritgerð og að Ólafur
hvítaskáld byggi á henni að hluta. Þetta dregur Finnur Jónsson í efa að
rétt sé í 2. bindi bókmenntasögu sinnar (Finnur Jónsson 1920-24:921-
3, sbr. Finn Jónsson 1927:15-16).
Bæði Priscianus og Donatus nota svo til eingöngu dæmi firá klass-
ískum latneskum höfundum, ekki síst Virgli. Um þetta segir Finnur
Jónsson (1927:13):
det er dette, Olaf har efterlignet. Det mátte være et rent kunststykke for
ham, at finde passende eksempler. I reglen er det lykkedes ham, men i
enkelte tilfælde er hans exempler mindre heldige, og ialfald i ét strider hans
eksempel imod forbilledets.
Finnur telur að hugsast geti að Ólafur hafi verið höfundur að sumum
ófeðmðum vísum í ritgerðinni, sérstaklega vakni gmnur um slíkt þegar
íslenska dæmið passar sérlega vel og er eins konar eftirlíking lameska
dæmisins.
23 Málfrœðihugmyndir Ólafs
Ég mun í því sem á eftir fer einkum fjalla um fy rri hluta ritgerðar Ólafs
og ræða hugtakanotkun hans sem fræðimanns og athuga smttlega hvaða
lærdóm muni vera hægt að draga af umfjöllun hans um nokkra þætti
fommálsins sem hafa verið umfjöllunarefni síðari tímamálffæðinga, og
þá einkum um „yfirsneiðlega“ (suprasegmental) þætti, svo sem áherslu
og lengd og hugsanleg tónkvæði eða orðtóna. í þessum athugunum
mun ég byggja mjög á starfi tveggja ágætra ffæðimanna, þ.e. Bjöms
M. Ólsens, sem gaf ritgerðina út fyrir Samfund til Udgivelse af Gammel
Nordisk Literamr 1884 og Finns Jónssonar sem gaf hana út fyrir Det
Kgl. Danske Videnskabemes Selskab 1927.
Það sem kannski vekur sérstaka forvitni er spumingin um orðtóna
eða tónkvæði. Margir málfræðingar hafa gælt við þá hugmynd að fyrri
tíðar íslenska hafi haft orðtóna sem líktust aðgreiningunni sem gerð
er í norsku og sænsku milli svokallaðs akksent 1 og akksent 2, sem
stundum hafa verið nefhd fyrra og seinna tónkvæði á íslensku. Ekki
ómerkari menn en Jón Helgason (1926:55) og Stefán Karlsson (1964)