Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Qupperneq 186
184
Kristján Árnason
singulæ syllabæ altitudinem quidem habent in tenore, crassitudinem vero
vel latitudinem in spiritu, longitudinem in tempore.3
Á eftir þessari klausu fylgir kafli með útskýringum á því hvað sé
átt við með hljóðs grein, anda og tíma, þar sem tekin eru dæmi til
útskýringar. Textinn er svona (Finnur Jónsson 1927:24):4
Hvqss hljóðs grein er sú, er skjótliga er fram færð með upphqldnu hljóði
sem þessi samstafa, hvat. Þung hljóðs grein er sú, er af lítillátu hljóði hefz ok
dregz niðr í enn lægra hljóð sem hin fyrsta samstafa í þessu nafni, hareysti.
Umbeygilig hljóðs grein er sú, er hefz af lítillátu hljóði ok þenz upp sem
hvqss hljóðs-grein, en fellr niðr at lyktum sem þung hljóðs-grein svá sem
þetta nafn hravstr. Hver samstafa hefir ok í ffamflutning annat hvárt linan
anda eða snarpan, ok er sá andi hér kallaðr hræring framflutningar samstgfu.
Með snqrpum anda verðr samstafa framfærð sem hin fyrri samstafa þessa
nafns, þurram. Með linum anda flytjaz samstQfur sem þessar, langan tíma.
Hver samstafa er annat hvárt lpng eða skqmm, ok er skqmm samstafa skjótt
fram flutt ok hefir eina stund sem fyrri samstafa í þessu nafni, ari; lQng
samstafa er seinliga fram flutt ok hefir ii. stundir sem hin fyrri samstafa f
þessu nafni, hari. Ok er tími eða stund kallaðr dvQl mælandi framflutning
raddar.
Yíirsneiðlegir þættir koma enn við sögu þegar fjallað er um stafína í 3.
kafla (Finnur Jónsson 1927:25-6):
Stafa-nQfn era xvi í nórænni tungu í þá líking sem Girkir hQfðu forðum
daga, en þó era merkingar þeira miklu fleiri, þvíat Priscianus segir, at hverr
raddar stafr hafi x hljóð eða fleiri svá sem a, ef þat er skammt hefir iiii.
hljóðs-greinir, hvassa hljóðs-grein fyrir útan áblásning h sem hér, ari þunga
hljóðs grein enn fyrir útan h sem hér... hvassa hljóðgrein með áblásning h
sem hér, hafi, ok þunga hljóðs grein með h sem hér, hafandi. Langt a hefir
vi hljóð; ef þat hefir áblásning h þá berr þat annat hvárt hvassa hljóð-grein
3 Einstök atkvæði hafa hæð í tóni, en þykkt eða breidd í anda, lengd í tíma.
4 Finnur Jónsson telur raunar (1927:16-17) að þessi kafli sé innskot í ritgerðina og
hafi ekki verið saminn af Ólafi. Kaflinn er bæði í Ormsbók og AM 748 4°, og það er
ekki hægt að eigna hann með neinni vissu þeim sem safhar ritgerðunum fjórum saman,
því ritgerð Ólafs er sú eina af málffæðiritgerðunum sem er í 748 (þótt ekki sé útilokað
að þær hafi allar verið þama einhvem tíma). Það sem Finnur telur að bendi til þess að
um sé að ræða innskot er að þama er fjallað um hluti sem aftur em teknir til meðferðar
seinna í ritgerðinni, sjá síðar.