Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 187
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
185
eða þunga eða umbeygilega sem hér ... Slíkt hit sama, ef þat hefir eigi
áblásning, hljóðar þat iii leiðir sem þessi nofn, ári áranna ara.
Þau dæmi sem nú hafa verið tekin duga til þess að sýna vinnuaðferðir
Ólafs hvítaskálds. Lærdómurinn er ærinn og Ólafúr hefúr án efa kennt
þetta í skóla sínum í Stafaholti.
2.4 Samstafan og tilfelli hennar
í umfjöllun sinni um atkvæði eða samstöfúr fer Ólafúr sem annars
staðar mjög að lyrirmynd erlendra rita. Hann skilgreinir atkvæðið,
sem hann kallar samstöfu, svo að hún sé „samfyllilig stafa-setning
með einum anda ok einni hljóðs-grein ósundurgreiniliga saman sett
og fram færð“ (Finnur Jónsson 1927:32), sem er nánast bein þýðing
úr Priscianusi: „Syllaba est comprehensio literarum consequens sub
uno accentu et uno spiritu prolata ... “ (Keil 1961,11:44). Hann segir
enn fremur að samstöfúr hafi fjögur „tilfelli“, sem sé: „stafa-tglu, anda
ok tíð ok hljóðs grein“. Hér er beint tekið frá Priscianusi, sem segir:
„accidit unicuique syllabæ tenor, spiritus, tempus, numerus literarum“
(Keil 1961,11:51), sem í hrárri þýðingu myndi verða eitthvað líkt og
, Jtvetju atkvæði fellur til tenor (sem Ólafúr nefnir hljóðs grein) spiritus
(sem Ólafur kallar anda), tempus (sem Ólafur neftiir tíð) og fjöldi stafa“.
Hér má skjóta því inn að miðað við hugtakanotkun Snorra sem lýst var
hér að framan hefði alveg eins mátt búast við því að Ólafúr notaði hér
orðið grein, í stað tilfelli.5
Síðan víkur sögunni að tíð, þ.e. lengd atkvæða, og hér sem annars
staðr er að miklu leyti fylgt fordæmi Priscianusar. Hjá Priscianusi
stendur (Keil 1961,11:51-3):
Tempus unum vel duo vel etiam, ut quibusdam placet, unum semis vel duo
semis et tria; unum, si vocalis est brevis per se, ut ‘ámo’, vel si eam una
consonans simplex sequitur, ut ‘caput’, unum semis in communibus syllabis,
de quibus multi docuerunt, ut ‘lacrimæ’, et sciendum, quod non solum ante
5 Síðan fjallar Ólafur um tilfelli samstöfunnar hvert fyrir sig, fyrst stafa töluna.
% hirði hér ekki að ræða umfjöllunina um stafa tölu, en þar er þó margt fróðlegt,
því Ólafur skýtur inn athugasemdum um rím og skáldskap, sem gefa okkur innsýn í
þekkingu þessa tíma á latneskum kveðskap.