Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 188
186
Kristján Árnason
1 vel r, sed etiam ante m, ut supra docuimus, et n positæ mutæ faciunt
communes... in longis natura vel positione duo sunt tempora, ut ‘dö’, ‘Srs’,
duo semis, quando post vocalem natura longam una sequitur consonans, ut
‘sol’, tria, quando post vocalem natura longam duæ consonantes sequuntur
vel una duplex, ut ‘möns’, ‘réx’. tamen in metro necesse est unamquamque
syllabam vel unius vel duorum accipi temporum.6
Hjá Ólafi hljómar þetta svo (Finnur Jónsson 1927:34):
Aimat tilfelli samstgfu er tíð, þvíat hver samstafa hefir annat hvárt eina tíð
eða tvær eða svá sem Pnscíánus segir, at sumar samstqfur hafa hálfa aðra
stund eða hálfa þriðju stund, en sumar iii. Skamma stund hefir sú samstafa,
er raddar-stafr hennar er náttúruliga skammr ok komi eigi tveir samhljóð-
endr eptir, sem þessi nqfn, ari, api. Hálfa aðra stund hefir sú samstafa, er
vera má hvárt er vill lgng eða skqmm sem fyrri samstafa í þessum orðum,
hvatra, spakra. Tvær stundir hefir sú samstafa ... Hálfa þriðju stund hefir
sú samstafa, er einn samhljóðandi stendr eptir raddar-staf náttúrliga langan
sem hér, hjól, sól. Þrjár stundir hefir sú samstafa, er tveir samhljóðendr
standa eptir langan raddar-staf sem hér, bjórs, stórs. En þó setja núver-
andi klerkar í versa-gjqrð allar samstqfur annat hvárt einnar stundar eða
tveggja.
Þessi greinargerð Ólafs getur ekki talist neitt meiri háttar afrek á mæli-
kvarða eilífðarinnar, þótt lærdómurinn sé nógur. í rauninni er það eina
sem gert er, að reynt er að finna íslensk dæmi sem samsvara þeim latn-
esku. Þetta tekst að miklu leyti og greiningin kemur heim við það sem
menn telja sig nú vita um lengd og atkvæðaþunga í fomu máli. En þó
vantar í textann dæmi um atkvæði sem hafa tvær stundir, og er allsendis
óvíst að höfundur hafi nokkum tíma fyllt þetta út með íslenskum dæm-
um, kannski af því að hann hefur ekki vitað hver myndu helst eiga við.
6 Eina tíð eða tvær, eða jafhvel eins og sumum líkar, hálfa aðra eða hálfa þriðju og
þijár, eina ef sérhljóðinn er stuttur í sjálfum sér, eins og ‘ámo’, eða ef honum fylgir
einn einfaldur samhljóði, eins og ‘caput’, hálfa aðra í sameinuðum atkvæðum, sem
maigir hafa um kennt, eins og ‘lacrimæ’, og ber að vita, að ekki aðeins á undan 1 eða r,
heldur einnig á undan m, eins og að ofan var kennt, og n gera sameinuð þögul hljóð...
í löngum samkvæmt eðli eða stöðu eru tvær tíðir, eins og ‘dö’ ‘árs’, hálf þriðja þegar
á efitir sérhljóða samkvæmteðli sínu löngum einn samhljóði fylgir, eins og ‘söl’, þijár
þegar á eftir samhljóði samkvæmt eðli sínu löngum tveir samhljóðar fylgja eða einn
tvöfaldur, eins og ‘möns’, ‘réx’. En í bragarhætti hlýtur sérhvert atkvæði að vera tekið
sem einnar tíðar eða tveggja.