Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 189
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
187
Það er þó ekki erfitt að finna slík dæmi, því til að samsvara dæmum
Priscianusar, þ.e. dö og ars, koma til greina orð eins og fá með löngu
hljóði (eða hvorki löngu né stuttu, sbr. Hrein Benediktsson 1972:138—
40) í bakstöðu og orð eins og vers með sérhljóði í lokaðri samstöfu,
en Priscianus talar einmitt um að sérhljóðið í ars sé „positione longa“,
þótt sérhljóðið sé að upplagi stutt, en slík greining var við tekin, þar
sem lokuð atkvæði báru ris í latneskum kveðskap. Sem kunnugt er,
eru slík atkvæði talin þung í fomu máli. Eins og sést af punktalínunni
sem Finnur Jónsson setur í textann í útgáfu smni, gerir hann ráð fyr-
ir að þama hafi einhver texti fallið brott. En eins og áður er ýjað að
gefur textageymdin enga vísbendingu um það að ffumnt höfúndar hafi
nokkum tíma haft dæmi á þessum stað, því þau er ekki að finna í neinu
þeirra handrita sem varðveist hafa af ritgerð Ólafs. Þetta er ekki heldur
eina dæmið þar sem skilin er eftir eyða í ritgerðinni vegna þess að ekki
fundust íslensk dæmi.
Það er ffóðlegt að staldra ögn við athugasemd Ólafs um atkvæði sem
hafa hálfa aðra lengd. Hann segir: „Hálfa aðra stund hefir sú samstafa,
er vera má hvárt er vill lgng eða skgmm sem fyrri samstafa í þessum
orðum, hvatra, spakra“. Það vekur athygli að dæmin sem hann tek-
ur em um orð sem em ögn tvíræð í þróun lengdar og atkvæðaþunga í
íslensku. Klasamir tr og kr em meðal þeirra sem mynda hina ffægu und-
antekningu ffá reglunni um lengd sérhljóða á undan samhljóðaklösum.
Sérhljóð em stutt í nútímamáli á undan tveimur eða fleiri samhljóð-
um, nema p, t, k, s + v, j, r; þar em sérhljóð löng. Þama varð sem sé
lenging í hljóðdvalarbreytingunni, eins og í léttum atkvæðum eins og
taka ([taika] í nútímamáli). Hins vegar vom þessi atkvæði ólík áherslu-
atkvæðinu í taka, því þau gátu borið ris í dróttkvæðum hætti, þ.e.a.s.
þau vom metin sem „þung“ í þeim bragreglum sem giltu um foman
kveðskap (sbr. Kristján Ámason 1980:151-9). í tilvitnaðri bók minm
frá 1980 læt ég að því liggja, að atkvæði eins og spakra hafi verið á
einhvem hátt tvífæð um atkvæðaskiptingu, þar sem þau flokkast með
gömlum léttum atkvæðum í hljóðdvalarbreytingunni, — því sérhljóð
þeirra lengjast —, en með þungum hvað varðar bragarháttinn, — því
þau gátu borið ris í dróttkvæðum línum eins og: