Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 190
188
Kristján Árnason
frændsekju styr vekja (Sighvatur: Flokkur um Erling Skjálgsson 7.4,
Finnur Jónsson 1912-15, IA:246)
Hét sá’s féll á Fitjum (Sighvatur: Bersgglisvísur 4.1, Finnur Jónsson
1912-15, IA:252)
Hugsanlegt er að túlka ummæli Ólafs sem eins konar staðfestingu á
„tvíræðni“ þessara atkvæða, en rétt er þó að benda á að íslensku dæmin
eru ansi Iflc þeim latnesku sem Priscianus notar. Eins má minna á
ummæli Ólafs um það að þessar aðgreiningar í mismunandi lengdarstig
skipti ekki máli í sambandi við málskrúðsfræðina (þ.e. í kveðskap),
en þau eru ekki sérlega marktæk, því þau eiga sér beina fyrirmynd
hjá Priscianusi. Finnur Jónsson (1927:34) telur að þama sé átt við
latínukveðskap. Hann bendir þó á að eins hefði mátt segja þetta um
norrænan kveðskap.
Næst er fjallað um anda sem þriðja tilfelli samstöfu (Finnur Jónsson
1927:35):
... hver samstafa hefir annat hvárt linan anda eða snarpan. Andi er kallat
hræring framflutningar samstQfu. Snarpan anda hefir sú samstafa, er með
digrum anda er framflutt sem þessar sagnir, hraustr, horskr, ok þær aðrar, er
áblásningar-nóti er í upphafi skipaðr, h er kallaðr merking eða nóti áblásn-
ingar, þvíat hann er engi stafr fyrir sik fullkominn, hvárki samhljóðandi
né raddar-stafr. Linan anda hafa þær samstQfur, er engi áblásningar-nóti er
í upphafi settr sem hér, jQrð ok armr. En þó þykkir betr sama í nórænum
skáldskap, at annat hvárt hafi áblásning hgfuðstafir ok svá stuðlar þeira eða
engi þeira.
Hér er verið að ræða um blásturinn eða „aspírasjónina“ sem svo var
kölluð. Það að gríska stafrófið notaði yfirskrifað tákn en ekki sérstakan
bókstaf til þess að tákna h, sem einungis kom á undan sérhljóðum,
olli því að h-ið var í elstu málfræðiritum flokkað sem prósódía, en
upphafleg merking þess orðs var ‘lag’, sem orðin voru sungin við (sbr.
Allen 1973:3). Þessi flokkun gengur aftur í seinni ritum sem byggja
á klassískri málfræði, þ.á m. að nokkru leyti hjá Priscianusi, en hann
segir um stafinn h (Keil 1961,11:35):