Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 191
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
189
H literam non esse ostendimus, sed notam aspirationis, quam Graecorum
antiquissimi similiter ut Latini in versu scribebant7
Og í Stafaholti í Borgaríirði hafa menn meðtekið þennan lærdóm á
13. öld, þótt aðstæður í íslensku hafi verið aðrar og stafsetningin sem
menn notuðu byggt á öðmm reglum. En lærdómurinn hefur ekki heldur
bmgðist í því að Ólafur setur þetta í samband við orð sem byija á h í
íslensku og nefnir þau sem dæmi.
Hitt er svo annað mál, hversu vel þessi greining hentar íslenskunni
á 13. öld. Við vitum að vísu ekki nákvæmlega hvemig það sem við
nú til dags köllum h var borið fram á þessum tíma. Ekki er ólíklegt
að þetta hafi a.m.k. við sumar aðstæður verið kokmælt eða gómfillu-
mælt önghljóð, og að minnsta kosti hefur það haft nógu sterk einkenni
venjulegs sneiðfónems til þess að fá sitt eigið tákn x stafsetningunni, að
fyrirmynd latneskrar og vestur-evrópskrar hefðar. Raunar má benda á
það að það að gera /h/ að „prósódíu“ minnir dálítið á aðferðir sem beitt
hefur verið í hljóðkerfisfræði í seinni tíð, þar sem stundum er litið á
/h/ sem „yfirsneið“ („autosegment“ eða „prósódíu“, sbr. t.a.m. Höskuld
Þráinsson 1978, Ewen 1982).
25 Hljóðs grein
Er þá komið að fjórða tilfelli samstöfunnar sem Ólafur tekur upp
eftir Priscianusi eða öðmm erlendum fræðimöimum, en það er það sem
hann kallar hljóðs grein og er eins og áður segir þýðing á því sem
Priscianus kallar tenor. Samkvæmt evrópskri málfræðihefð gat þessi
„tenor“ fengið gildin acutus, gravis eða circumflexus.
Að þessu er vikið á tveimur stöðum í Þriðju málfræðiritgerðinni.
Aður (kafla 2.3) var tilfærð klausa í inngangi ritgerðarinnar, þar sem
fjallað er um hljóðs grein og önnur tilfelli samstöfunnar. Eins og á var
minnst í neðanmálsgrein 4 telur Fiimur Jónsson (1927:16-17) að þessi
fyrri klausa sé innskot í textann, og er ýmislegt sem styður þessa tilgátu.
Klausumar tvær em efhislega líkar, en hafa ólíkt orðalag og ólík dæmi.
Seinni klausan er svona (Finnur Jónsson 1927:35-6):
7 Við höfum sýnt að h er ekki stafur, heldur merki áblásturs, sem hinir elstu Grikkir
á svipaðan hátt og Latveijar skrifuðu í bragarhætti.