Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 192
190
Kristján Arnason
Fjórða tilfelli samstQfu er hljóðs-grein ok er hljóðs grein hér kglluð rækilig
hljóman raddarinnar í merkiligri framfæring. Hver samstafa hefir, sem
Priscíánus segir, annat hvárt hvassa hljóðs-grein eða þunga eða umbeygiliga.
Sú samstafa hefir hvassa hljóðs-grein, er hefz af lítlu hljóði ok endiz í
hvassara hljóð sem þessar samstgfur, var, þar, ok er hon svá merktÞunga
hljóðs-grein hefir sú samstafa, er hefz af lítlu hljóði ok endiz f lægra hljóð
sem þessar samstgfur enar fyrri, hára, sára, ok er sjá hljóðs grein svá nóter-
uð \ Umbeygiliga hljóðs-grein hefir sú samstafa, er hefz af lítlu hljóði ok
dregz upp í hvassara hljóð en niðr at lykðum í lægra sem þessar samstgfúr,
árs, sárs, ok er sú hljóðs grein svá nóteruð a. Hljóðs-grein merkir hæð sam-
stafligrar raddar, en andi digrleik hennar, sem skilja má, at hvem raddar
staf verðr at nefna meir með sundrloknum munni, ef áblásning fylgir. Tíðar
tilfelli merkir lengð samstafligrar raddar, sem fyrr var sagt. En með því at
þess konar greinir heyra lftt nórænu-skáldskap at flestra manna ætlan, þá
tala ek þar um ekki fleira at sinni.
Ekki hefur verið bent á erlenda texta sem samsvara þessum klausum
Þriðju málfræðiritgerðarinnar beint, en menn hafa nefht texta úr Ars
Minor eftir Donatus, þar sem lýst er merkjunum sem notuð em til að
tákna tónkvæðin, án þess að nefnd séu dæmi (sbr. Keil 1961, IV:371-
2). Enn fremur bendir Bjöm M. Ólsen (1884:55) á texta eftir Petms
nokkum Helias, sem fjallar á svipaðan hátt um efhið og Bjöm telur
að geti verið fyrirmynd að lýsingunum á hljóðs greinunum í Þriðju
málfræðiritgerðinni:
Aut enim a gravi voce incipimus et in acutum tendentes ibidem desinimus,
et accentus hic dicituracutus. Aut ab acuto incipimus et in gravem tendentes
ibidem perseveramus, et est gravis accentus. Aut a gravi in acutum tendentes
ad gravem revertimur, et accentus hic circumflexus dicitur.8
Finnur Jónsson telur þó (1927:36) að ekki sé þama um að ræða beina
heimild Ólafs.
Hvemig svo sem í þessu liggur er ljóst að hugmyndimar em fengnar
erlendis ffá (úr ritum eða einhvers konar skólagöngu) og höfundur
(eða höfundar) er(u) að reyna að heimfæra erlent kerfi upp á íslenskar
8 Annaðhvort byijuni við á þungri röddu og stefnum til hvassrar og hættum þar, og
kallast þessi áhersla hvöss. Eða við byijum á hvassri og stefhum á þunga og ílengjumst
þar, og er þung áhersla. Eða [við byijum] á þungri og stefnum á hvassa og snúum aftur
til þungrar, og kallast þessi áhersla umbeygð.