Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 193
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
191
aðstæður. Hver svo sem hin beina heimild kann að vera virðist mega
rekja upprunann til Priscianusar eða einhvers hliðstæðs texta.
En nú skal nánar vikið að því hvað legið gæti að baki þeirri aðgrein-
ingu sem haldið er fram. Þar sem Priscianus ræðir um stafinn a í fyrstu
bók sinni í Institutionibus, segir m.a. (Keil 1961,11:7):
singulae vocales denos inveniantur sonos habentes vel plures, ut puta a
litera brevis quattuor habet soni differentias, cum habet aspirationem et
acuitur vel gravatur, et rursus cum sine aspiratione acuitur vel gravatur, ut
‘hábeo, hábemus’, ‘ábeo ábimus’. longa vero eadem sex modis sonat: cum
habet aspirationem et acuitur vel gravatur vel circumflectitur et rursus cum
sine aspiratione acuitur vel gravatur vel circumflectitur, ut ‘hámis hámorum
hámus’, ‘árae árarum ára’.9
í rauninni er latína í ekki ósvipaðri stöðu og íslenska, því latína hafði
engar tónáherslur og Priscianus var að þvinga upp á tungumálið grein-
ingakerfi sem ekki átti við. Talið er að gríska hafi haft tónáherslu, sem
fólst í háum tóni eða tónhækkun, og að eftir að hápunkti tónsins var
náð hafi fylgt lækkun, sem var í rauninni afturhvarf til lægri „grunn-
tóns“. Öll þessi hækkun og lækkun gat komið fram á löngu sérhljóði,
°g er þá tónáherslan táknuð með sérstöku merki sem á latínu nefhist
circumflexus. Annars var áherslan merkt með tákni sem nefhdist acu-
tus á latínu. Þannig eiga lýsingamar á umbeygilegri og hvassri hljóðs
grein rætur í lýsingum á grískum tónsveiflum. Þriðji akksentmn, sem
nefhdist gravis á latínu var einnig notaður í grísku riti, en eitthvað
eru skiptar skoðanir um hver hafi verið hljóðleg samsvörun hans, ef
hún var einhver, en nafnið bendir til þess að við vissar aðstæður hafi
átt sér stað einhver lækkun tónsins sem fylgdi áherslunni. (Sbr. Allen
1987:116-30.) Þótt latína hefði, eins og áður sagði, ekki tónáherslu
virðist svo sem Priscianus reyni að heimfæra þetta kerfi upp á áherslu-
mynstur latínunnar, sem byggði á lengd og styrk eins og í íslensku (sbr.
9 Einstakir sérhljóðar kváðu hafa tíu hljóð eða fleiri, eins og t.a.m. a stuttur stafur
hefur feman greinaimun hljóðs, þar eð hann hefur áblástur og er hvass eða þungur, og
aftur þegar hann án áblásturs er hvass eða þungur, eins og ‘hábeo, hábemus’, ‘ábeo,
ábimus’. Sami [stafur] langur hljómar á sex vegu: er hann hefur áblástur og er hvass
eða þungur eða umbeygður og aftur þegar án áblásturs hann er hvass eða þungur eða
umbeygður, eins og ‘hámis hámorum hámus’, ‘árae árarum ára’.