Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 194
192
Kristján Árnason
Allen 1973:127-99). Munurinn á latínu og íslensku var hins vegar sá
að í latínu var áherslan hreyfanleg milli atkvæða og fylgdi ákveðinni
reglu, sem t.a.m. gat haft það í för með sér að áherslan hreyfðist til
eftir beygingarmyndum. Priscianus lætur acutum tákna áherslu á fyrsta
atkvæði ’habeo ‘ég hef ’ en gravis er látinn tákna áherslu á annað at-
kvæði hab'imus, ’abeo ‘ég fer burt’ ab'imus. Sama regla gildir þegar
sérhljóðið er langt. ’Hömis ‘krókur (þgf.flt.)’ hefur áherslu á fyrra at-
kvæði og fær acutus, en hám ‘örum fær gravis, hið sama gildir um árae
‘altari (ef.)’ ár'arum (þgf. flt.). Circumflexus er notaður til að tákna
áherslu á fyrsta atkvæði þegar fyrsta atkvæði er langt og annað atkvæði
stutt, eins og í hðmus, ára. Það sem Priscianus hefiir gert, er því að
heimfæra hugtök sem áttu við gríska orðtóna eða tónáherslur upp á
hreyfanlega áherslu í latínu og út úr því virðist koma kerfi sem „gengur
upp“ svo að segja, þótt að sjálfsögðu sé stór spuming um hvaða gildi
þessi greining hefur fyrir latfnu.
Ljóst er að sambandið milli orðtónaima í grísku og þeirrar lýsingar
sem er að finna í Þriðju málfræðiritgerðinni er orðið harla óbeint og
óhugsandi er annað en að margt hafi skolast til á langri leið. En það
getur þó verið fróðlegt að bera dæmin sem tekin em í íslensku textunum
saman við latnesku dæmin og grískar fyrirmyndir þeirra og athuga hvort
hugsanlegt sé að þar sé verið að lýsa einhveijum raunvemlegum þáttum
í íslenskunni.
Venjulega er gert ráð fyrir því að áherslan hafi verið fast bundin við
fyrsta atkvæðið í íslensku, og virðist því útilokað að hljóðs greinim-
ar séu látnar vísa til breytilegra áherslumynstra.10 Hins vegar hlýtur
sú spuming að vakna hvort hér sé verið að vísa til tónkvæða. Það er
viðtekin skoðun að orðtónamir eða tónkvæðin í norsku og sænsku og
stuðið í dönsku séu leifar af tónáherslum sem giltu á eldri stigum nor-
10 Raunar er ekki ólíklegt að í sumum samsettum orðum hafi áhersla verið breytileg,
þannig að seinni liðurinn hafi getað verið jafnvel sterkari en sá fyni. Notkun nafha eins
og Danmgrk, Skáney og Ólafr/Áleifr í dróttkvæðum lfnum eins og: benkeiffyr Áleifi
(Ólafsdrápa Hallffeðar II 17,8), geirþey á Skáneyju (sama 29,2), barklaust ( Damgrku
(Ólafsdiápa Hallffeðar 4,8) virðist benda til þess (sbr. Kristján Ámason 1991:74 o.
áff.).