Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 195
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
193
rænu, og samkvæmt samanburðaraðferðinni, sem segir að flóknara sé
að gera ráð fyrir sömu nýjunginni þrisvar en sameiginlegri íhaldssemi,
bendir það til þess að tónkvæðin og þau merki sem sjást um þau í
frændtungum okkar séu sameiginlegur arfur, frekar en að hver tunga
hafi tekið upp á því fyrir sig að setja þau inn. Samkvæmt þessu ætti þá
að gera ráð fyrir því að þar sem íslenska og færeyska em af sömu rót og
norska og sænska sé líklegt að þær haíi á einhveiju stigi haft eitthvað
samsvarandi, en glatað því í tímans rás, eins og raunar nokkrar aðrar
skandínavískar mállýskur.
Eins og fram hefur komið em dæmin sem nefhd em í ritgerð Ólafs
um hljóðs greinir ekki þau sömu í fyrri klausunni, sem Finnur telur
vera innskot, og þeirri seinni, og er eins víst að einungis sú seinni sé
skrifuð af Ólafi hvítaskáldi. Það er eigi að síður fróðlegt að bera dæmin
saman, og raunar verður dæmanotkunin áhugaverðari ftá málfræðilegu
sjónarmiði ef um er að ræða hugmyndir tveggja manna sem ekki apa
beint hvor eftir öðmm. Segja má að líkumar til þess að einhver mállegur
fótur sé fyrir þessu aukist ef vimisburði beggja klausnanna ber saman
um eitthvert atriði, og að sama skapi getur misræmið komið upp um
þuð að menn séu að spinna þetta upp hver eftir sínu höfði, án þess að
nokkur fótur sé fyrir því.
Klausunum ber saman í því að sem dæmi um hvassa hljóðs grein em
notuð einkvæð orð með stuttum áherslusérhljóðum; í fyrri klausunm
er það hvat en í þeirri seinni em það var og þar. Klausumar em einnig
sammála um þunga hljóðs grein að því leyti að þar er atkvæði með
löngu sérhljóði í fleirkvæðu orði. Fyrri klausan nefnir fyrstu samstöfuna
í háreysti, en sú seinni fyrri samstöfumar í hára og sára. Klausunum
ber einnig saman um umbeygilega hljóðs grein þannig að í báðum
tilvikum er um að ræða einkvætt orð með löngu sérhljóði og fleiri en
einu samhljóði á eftir, það sem stundum em kölluð yfirlöng atkvæði;
fýrri klausan nefnir orðið hraustr, en sú seinni árs og sárs.
Þama gætir sem sé viss samræmis, en hvemig skyldi þetta koma
heim við tónkvæðin? Svo sem kunnugt er, er þumalfingursreglan sú
að fyrra tónkvæði (akksent 1), sem samsvarar stuði í dönsku, sé á
°rðum sem vom einkvæð í fomnorrænu, sbr. t.a.m. no. b0n, (norr.