Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 196
194
Kristján Árnason
bauri), flt. btþnner með fyrra tónkvæði, en seinna tónkvæði (akksent 2)
og stuðleysi sé á orðum sem voru tvíkvæð í fomnorrænu, no. bonde,
(norr. bóndi), flt. bónder. Orðtónamir birtast með ólflcu móti í ólíkum
mállýskum, en almennt er það svo að fyrra tónkvæðið hefiir topp í
grunntíðninni (formanda 0, Fo) sem kemur snemma í atkvæðinu, en
seinna tónkvæði hefur annað hvort tvo toppa í grunntíðninni eða einn
topp sem kemur seinna eða hefur seinni uppsveiflu en fyrra tónkvæði.
(Sbr. t.a.m. Fintofit, Mjaavatn, Mpllergárd og Ulseth 1978 og Bmce og
Gárding 1978.) Það er því lfldegt að það sem liggur sögulega að baki
fyrra tónkvæði sé tónlína sem hefur haft háan topp frekar framarlega,
og þá hafi tónbreytingin í orðinu verið niður á við en seinna tónkvæði
hafi haft háan topp frekar aftarlega.
Og skal nú vikið að hljóðfræðilegum lýsingum á hljóðs greinunum í
klausunum tveimur í Þriðju málfræðiritgerðinni. í fyrri klausunni segir
um hvassa hljóðs grein:
Hvqss hljóðs grein er sú, er skjótliga er fram færð með upphgldnu hljóði
sem þessi samstafa, hvat.
En í þeirri seinni:
Sú samstafa hefir hvassa hljóðs-grein, er hefz af lítlu hljóði ok endiz í
hvassara hljóð
Ef gengið er út frá því að í orðunum sem notuð em sem dæmi um hvassa
hljóðs grein hafi verið fyrra tónkvæði, þar sem þau em einkvæð, mætti
láta sér detta í hug að orðalag fyrri klausunnar „skjótligafram færð með
upphöldnu hljóði“ vísi til þess topps sem gera má ráð fyrir að hafi verið
á þessu eina atkvæði. Það er þó engan veginn ljóst að orðin skjótliga og
upphaldinn vísi til tónhæðar. Það er alveg eins lfldegt að þama sé vísað
til þess að atkvæðið er stutt eða létt. Lýsing seinni klausunnar kemur
ekki heldur sem best heim við það sem lfldegast verður að teljast um
hugsanlegt tónkvæði í fomíslensku. Þar er gert ráð fyrir að línan sé upp
á við: ,Jiefst af litlu“, en „endist í hvassara hljóð“. Ef fýrra tónkvæði
hefur haft topp í tónlínunni snemma í atkvæðinu, má einmitt gera ráð
fyrir að tónninn hafi farið lækkandi í seinni parti atkvæðisins. Þess
ber þó að geta að ef atkvæðið var mjög stutt, er óvíst að „svigrúm1