Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 197
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
195
hafi gefist til mikilla breytinga á tóninum, þannig að hluti tónsins hafi
ekki náð að koma fram, verið í ,/eiðileysi“ (,,floating“) eins og sagt
er í nútíma „hjallahljóðfræði" (Autosegmental Phonology, sbr. t.a.m.
Goldsmith 1990:20-7). Menn hafa nefhilega þóst geta sýnt fram á
daemi þess í tungumálum sem hafa orðtóna, að hlutar af tónlmunni nái
ekki að koma fram, vegna þess hversu stutt orðið (,,textmn“) er sem á
að bera tóninn.
Svo vikið sé að þungri hljóðs grein, þá ber klausunum saman um að
hún hafi lægra hlióð en hvöss. í fyrri klausunni segir (Finnur Jónsson
1927:24):
Þung hljóðs grein er sú, er af lítillátu hljóði hefz ok dregz niðr í enn lægra
hljóð sem hin fyrsta samstafa í þessu nafni, hareysti.
og í þeirri seinni (Finnur Jónsson 1927:36):
Þunga hljóðs-grein hefir sú samstafa, er hefz af lítlu hljóði ok endiz í lægra
hljóð sem þessar samstgfur enar fyrri, hára, sára, ok er sjá hljóðs grein svá
nóteruð'.
Klausunum ber einnig saman um dæmin sem notuð eru. Um er að ræða
langt sérhljóð og eitt samhljóð (hljómanda) á eftir, og sama sérhljóðið í
báðum tilvikum. Miðað við það að dæmin em fleirkvæð hefði e.t.v. mátt
búast við því að þama hefði verið seinna tónkvæði.11 En það virðist ekki
ganga nógu vel upp, því vitnisburður nútímamállýskna bendir til þess
að seinna tónkvæði hafi haft tónlínu sem hafði uppsveiflu firekar seint,
°g þá hefði ffekar verið við því að búast að tónnmn færi hækkandi.
Þar sem klausunum tveimur ber saman um að tónninn fari lækkandi
virðist fúllt eins líklegt að um sé að ræða blinda eftirhermu erlendrar
íyrirmyndar án þess að því fylgi mikill skilningur á íslenskum eða
norrænum aðstæðum. Hugsanlegt er að það séu að einhverju leyti áhnf
frá latnesku dæmunum sem ráða því að gert er ráð fyrir því að þegar
11 Það er þó ekki alveg einhlítt. í fyni klausunni er um að ræða samsett orð, sem
hefur emkvæðan fyrri lið, og sá fyrri liður út af fyrir sig hefði átt að hafa fyrra tónkvæði,
en það verður þó að teljast líklegt, að ef orðtónar hafa gilt í fomu máli hafi þeir verið
orðabundnir (skilgreindir á gmnni orða) ffekar en orðhlutabundnir (lexical), eins og
það er orðað í nýlegum kenningum um orðhlutahljóðfræði, sbr. La.m. Kiparsky (1984).