Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 198
196
Kristján Árnason
atkvæði er bætt við lækki hljóðs greinin, sbr. hámis með hvassri hljóðs
grein (acutus) á móti hámorum með þungri hljóðs grein (gravis).
Þegar kemur að umbeygilegri hljóðs grein bætist við enn eitt vanda-
mál. Þar sem venjulega er gert ráð fyrir að aðgreining norrænna orð-
tóna haíi einungis verið tvígild er við því að búast, að hið þrígilda
kerfi sem fengið var að láni frá erlendum málfræðikenningum passi
ekki á norrænu. Það virðist einfaldlega ekki vera rúm fyrir þijú gildi
hljóðs greina í hugsanlegu forstigi tónkvæðakerfisins norræna, og þar
af leiðandi hlýtur eitt gildið að vera óþarft.
í fyrri klausunni segir (Finnur Jónsson 1927:24):
Umbeygilig hljóðs-grein er sú, er hefz af lítillátu hljóði ok þenz upp sem
hvQSS hljóðs-grein, en fellr niðr at lyktum sem þung hljóðs-grein svá sem
þetta nafn, hravstr.
í seinni klausunni segir (Finnur Jónsson 1927:36):
Umbeygiliga hljóðs-grein hefir sú samstafa, er hefz af lítlu hljóði ok dregz
upp í hvassara hljóð en niðr at lykðum í lægra sem þessar samstQfur, árs,
sárs.
Eins og fram hefúr komið taka báðar klausumar dæmi af einkvæðum
orðum með löngu sérhljóði á undan tveimur samhljóðum. Samkvæmt
því sem áður segir hefði hér mátt búast við fyrra tónkvæði, þar sem orðin
eru einkvæð, en við höfúm séð að einkvæð orð eru nefnd sem dæmi um
hvassa hljóðs grein. Þótt þetta passi ekki sérlega vel og ekki sé gerandi
ráð fyrir því að þessi orð hafi haft sérstakt tónkvæði, eins og Þriðja
málfræðiritgerðin gerir ráð fyrir, er rétt hugsanlegt að túlka þetta sem
svo að í raun sé þama verið að lýsa fyrra tónkvæði. Áðan var minnst
á þann möguleika að í stuttum einkvæðum orðum hafi hluti tónsins
sem fylgdi hugsanlegu fyrra tónkvæði verið skilinn eftir í ,/eiðileysi“
í léttum einkvæðum orðum eins og hvar, var og þar. í þungu atkvæði
gafst að sjálfsögðu meira „tóm“ til að setja alla „laglínuna“ sem fylgir
tónkvæði við „texta“ og má vera að sú lækkun sem gert er ráð fyrir í
umbeygilegri hljóðs grein sé fráhvarfið frá háa tóninum sem einkennir
fyrra tónkvæði og sem ritgerðin kallar hvassa hljóðs grein þegar það
kemur á létt atkvæði. Þótt hugsanlegt sé að samræma megi á þennan hátt
ummæli Þriðju málfræðiritgerðarinnar við ágiskanir um eðli tónkvæða