Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 199
Málfrceðihugmyndir Sturlunga
197
í eldra máli er rétt að benda á að vitnisburður ritgerðarinnar er ekki
þungt lóð á vogarskál þess að tónkvæðaaðgreining hafi verið við lýði í
fomíslensku. Það má þó segja að hann mæli ekki gegn tilgátunni.
En hljóðs greinir koma víðar við sögu í Þriðju málfræðiritgerðinni.
Minnst er á hljóðs grein í 11. kafla, sem fjallar um barbarisma, en þar
segir (Finnur Jónsson 1927:41-2; vísan er úr Arinbjamarkviðu Egils):
Um aftekning stafs verðr barbarismus sem Egill kvað:
mærðar efhi
vinar míns
þvíat valið liggja
tven ok þren
á tungu mér.
Hér er af tekinn hinn síðarsti stafr í þessum tveim ngfnum, tven ok þren, íyrir
fegrðar sakir, þvíat þá þykkir betr hljóða þessar samstQfúr í kviðu-hætti, at
þær hafi umbeygiliga hljóðs-grein heldr en hvassa, er iii eru samstgfur f
vísu-orði, ok má því kalla, at hér verði barbarismus f hljóðsgreina-skipti.
Hér virðist við fyrstu sýn vera mótsögn við það sem áður var sagt. Það
er engu líkara en gert sé ráð fyrir að með því að fella eitt samhljóð af
orðunum og breyta tvenn í tven og þrenn í þren verði breyting ffá hvassri
hljóðs grein yfir í umbeygilega. En fyrri klausunum virtist einmitt bera
saman um það að einkvæð orð með stutm sérhljóði og einu samhljóði
hefðu hvassa hljóðs grein. Umbeygilega hljóðs grein höfðu hins vegar
orð eins og hraustr, árs og sárs. Hér er hins vegar engu líkara en gert
sé ráð fyrir að þegar búið sé að stytta samhljóðið í tvenn og þrenn fái
þau umbeygilega hljóðs grein.
En hugsanlegt er að koma þessu heim og saman við það sem áður
var sagt með því að gera ráð fyrir að það sé lengd séihljóðsins sem
ræður því hvaða hljóðs grein er sett á orðið. Það virðast nefhilega hafa
verið til tvímyndir af orðunum tvenn og e.t.v. líka af þrenn, með löngu
sérhljóði, og Finnur Jónsson gerir ráð fyrir því í útgáfú sinni að þama
séu löng hljóð og skrifar tvén og þrén. Þetta kemur að vísu ekki vel
heim við athugasemdir í aðaltexta ritgerðarinnar, því þar segir berum
orðum að breytingin sé í því fólgin að fella niður eitt samhljóð. Nú er