Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 200
198
Kristján Árnason
að því að hyggja að sumir orðsifjafræðingar gera ráð fyrir að í þessum
orðum sé stutt sérhljóð upprunalegt (sbr. t.a.m. de Vries 1962), en það
virðist allt eins líklegt að til hafi verið myndir með löngu sérhljóði,
hvort sem eitt eða tvö samhljóð fóru á eftir (sbr. t.a.m. Jón Þorkelsson
1895:617, sub verbum þrénri). Ef langt sérhljóð er hér upprunalegt
má gera ráð fyrir því að myndimar tvenn og þrenn, sem þekkjast í
yngra máli, séu þannig til komnar að stytting hafi orðið á undan langa
n-inu, en hinn möguleikinn er að til hafi verið frá upphafi tvímyndir
af orðinu, annars vegar með löngu sérhljóði og einu samhljóði (sbr.
gotn. tweihnai, ‘tvennir’) og hins vegar með stuttu sérhljóði og löngu
samhljóði, tvennr (< fmorr. *twiznaR).n
Þar sem segir í ritgerðinni að þegar þrjár samstöfur séu í vísuorði fari
betur á því að hafa umbeygilega hljóðs grein en hvassa, ber að skilja
það svo að tvenn og þrenn með tveimur samhljóðum, og væntanlega
stuttu sérhljóði, hafi hvassa, en tven og þren með einu samhljóði hafi
umbeygilega hljóðs grein. Af því sem dregið hefur verið saman hér
að ofan virðist helst mega álykta að hvöss hljóðs grein haíi verið í
einkvæðum orðum sem höfðu stutt sérhljóð, en umbeygileg hljóðs
grein hafi verið í þungum atkvæðum, a.m.k. þegar sérhljóðið var langt.
Eins og áður var minnst á er líklegt að af orðunum tvenn og þrenn
12 í Ormsbókartextann vantar orðin tvenn og þrenn í lausamálstextann á eftir, og í
innganginum að vísunni er þar talað um „viðrlagning stafs“, eins og breytingin sé frá
tven til tvenn og frá þren til þrenn. Finnur Jónsson og Bjöm M. Ólsen gera greinilega
ráð fyrir að textinn eins og hann er í AM 748 4°, sem er tilfærður hér að ofan, og
þar sem talað er um aftekning stafs, sé réttari. Spuming er hvemig túlka á þessa texta
og ósamræmið mifli þeirra, ekki síst þar sem þeir stangast á um „viðrlagning" eða
„aftekning". Þótt menn hafl hallast að því að túlka texta AM 748 sem þann rétta getur
Ormsbókartextinn vel staðist, því hægt er að túlka sambandið eða vöipunina milli
venjulegs máls og texta sem bundinn er í bragreglur í tvær áttir. Skilningurinn að baki
orðalagi AM-handritsins er sá að til þess að fá út texta sem passi við bragreglumarþurfi
að taka einn staf burt úr hvom orði eins og það er f daglegu máli, en skilningurinn í
Ormsbókartextanum er sá að til þess að fá út venjulegt mál þurfi að bæta við einum staf
í hvort orð, miðað við framburð þeirra eins og hann á að vera í bragnum. Þetta gengur
hvort tveggja upp. Það er þó lfklegt að Ormsbókartextinn sé afbökun, því í textanum
sem á eftir vísunni kemur segir að þama sé „af tekinn hinn sfðasti stafr í tveim ngfhum
fyrir fegrðar sakir“, en það er þá f mótsögn við orðalagið á undan, þar sem talað er um
„viðrlagning“ (sbr. Bjöm M. Ólsen 1884:13).