Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 201
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
199
hafi upphaflega verið til myndir með löngum sérhljóðum og þá jaflnvel
tvímyndir, annars vegar með löngu sérhljóði og einu samhljóði og hins
vegar með stuttu sérhljóði og löngu samhljóði. Við slíkar aðstæður
verður texti ritgerðarinnar um aftekning stafs til að mynda umbeygilega
hljóðs grein skiljanlegur, þótt sá skilningur sé að vísu dálítið langsóttur:
Miðað við það að hvöss hljóðs grein hafi einkennt einkvæð orð með
stuttu sérhljóði og umbeygileg hljóðs grein einkennt einkvæð orð með
löngu sérhljóði og þar með þungu atkvæði, er hugsanlegt að láta þetta
ganga upp með því að gera ráð fyrir að þegar Ólafiir talar um að „taka
af ‘ einn staf í tvenn og þrenn eigi hann í raun við að settar séu inn
tvímyndimar tvén og þrén (sem e.t.v. voru sjaldgæfari) með löngum
sérhljóðum, og þar með væri þá komin umbeygileg hljóðs grein.
Hljóðs grein kemur enn við sögu síðar í kaflanum um barbarisma,
þar sem segir (Finnur Jónsson 1927:45):
Umhljóðs greinar-skipti verðrbarbarismus sem Einarrkvað:
Víst erumz hermd á hesti
hefir fljóð ef vill góðan.
Hér skal annat af ráða en mælt er, ok er bæði breytt með máli ok sundrtekn-
ingum ok hljóðs-greinum, ok skal svá skilja: víst erumz hermd á hesti, legg
ek á jó reiði þokka, hér er máli skipt, en þat skal svá púnkta ok sundr taka,
legg ek á Jóreiði þokka góðan. Hér er seni skipt. Hefir fljóð ef vill, konu
má ná, hér er máli skipt, konu Mána. Hér er seni skipt ok hljóðs-greinum,
má ná, hér er hvár tveggi hljóðs-grein umbeygilig; má ná, hér er hvQSS
hljóðs-grein yfir báðum samstgfum, ok er hér bæði skipt hljóðs-greinum ok
aftekning hljóðs-greinar, þvíat hvQss hljóðs-grein er gQr af umbeygiligri ok
tekin svá af þung hljóðs grein.
Hér eru allflókin mál á ferðinni, og hætt við að erfitt geti reynst að rata.
Fiiuiur Jónsson telur að höfundur vísupartsins sé Einar Skúlason, en
Þriðja málffæðiritgerðin er eina heimildin um þennan vísupart. Finnur
telur (1927:92) að túlkunin sem Ólafixr gefur byggi einungis á hugar-
burði hans. Hann telur að óhugsandi sé að nokkurt skáld hafi getað tjáð
sig „pá en sá fortvivlet og forskruet máde“. Ég treysti mér ekki til þess
að gerast dómari í þeirri sök, en ekki virðist nein ástæða til að útiloka
þann möguleika að til hafi verið einhver sögn um tilurð vísupartsins,