Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 202
200 Kristján Árnason
sem Ólafur hafi þekkt og vitnað til. Gátan er að sjálfsögðu óleysanleg án
útskýringa, en orðaleikurinn virðist geta gengið upp. Að leggja hermd
á hest má snúa til að leggja á jó reiðiþokka eða á Jóreiði þokka. Hefir
fljóð efvill má líka umorða sem konu má ná, sem aftur má túlka sem
konu Mána. Þá er bara spumingin hveijir það eru sem mynda þennan
ástarþríhyming, hver er Jóreiður, og hver er Máni. Þetta eftirlæt ég
bókmenntarýnum að leysa. En það sem hér skal ræða er notkun Ólafs
á hugtakinu hljóðs grein og tilfellum hennar.
Ólafur virðist gera ráð fýrir því að breytt sé frá umbeygilegri hljóðs
grein í hvassa, þ.e. má ná með umbeygilegri hljóðs grein, sem öll
handrit tákna með circumflex-merkinu, er breytt ímáná með hvassri
hljóðs grein. En þótt ljóst sé að Ólafur gerir ráð fyrir að breytt sé
ffá umbeygilegri hljóðs grein til hvassrar (sbr. einnig athugasemdina
um aftekning hljóðs greinar, því umbeygilegri hljóðs grein er breytt í
hvassa með því að taka aftan af henni þunga hljóðs grein), þá er ekki
ljóst hvað er hvað í textanum. Til greina kæmi að túlka þetta svo sem
það sé mannsnafnið Mána (ef.), við skulum segja með umbeygilegri
hljóðs grein (og þá á báðum sérhljóðunum), sem breytt er ímáná með
hvassri hljóðs grein á báðum atkvæðum. En það mætti líka snúa þessu
við og segja að til þess að fá út rétta merkingu þuríi að breyta má ná
(með hvassri hljóðs grein) í Mána með umbeygilegri hljóðs grein. Þetta
verkar í báðar áttir eftir því hvort farið er frá því sem að baki liggur og
gefúr merkinguna til þess sem á yfirborðinu er, eða öfúgt. Við getum
þess vegna ekki vitað hvað er hvað, með öðrum orðum hvaða orð það
eru sem Ólafur gerir ráð fyrir að hafi hvassa hljóðs grein og hvaða orð
hann gerir ráð fyrir að hafi umbeygilega.
Hvomg túlkunin kemur raunar vel heim við það sem við höfum hing-
að til reynt að skilja um notkun þessara hugtaka. Hvort sem mannsnafn-
ið Mána er greint með umbeygilegri hljóðs grein á báðum sérhljóðunum
(eða öðm) eða með hvassri hljóðs grein á báðum (eða öðm) virðist það
stangast á við það að fýrsta atkvæði fleirkvæðra orða með löngu sér-
hljóði, eins og háreysti (fýrri klausan), hára, sára (seinni klausan) em
annars staðar sögð hafa þunga hljóðs grein.
Síðasta dæmið um hljóðs grein sem ég mun skoða að þessu sinni