Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 203
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
201
kemur strax á eftir því sem við vorum nú að skoða, en þar segir (Finnur
Jónsson 1927:45-6):
Um viðrlagninghljóðs-greinar verðr barbarismus sem skraut-Oddr
kvað:
Ef væri Bil báru
brunnins logs sú er unnum
opt geri ek orða skipti
einrænliga á bænum.
Hér er bænum sett fyrir bænum
Eins og Finnur Jónsson bendir á er bœnum eins og það er skrifað tvírætt;
annars vegar getur verið um að ræða bæn-um, þ.e.a.s. þgf. flt. af bæn, og
hins vegar gæti hér verið um að ræða þgf. et. m. gr. af orðinu bœr, þ.e.
bœ-num. Hvort tveggja getur staðist, en Finnur telur hið síðamefhda
líklegra, að verið sé að ræða um bæ, ffekar en bæn.13 Bjöm M. Ólsen
lítur svo á að til þess að fá rétt rím verði að bæta hljóðs grein við bœnum,
en rímið krefjist hvassrar hljóðs greinar. Hann telur sem sé að Ólafur
eigi við það að til þess að fá út rétta merkingu verði að bæta hljóðs grein
við bœnum og segir að það sé hugsunarvilla hjá Ólafi að tala svo sem
breytingin sé frá forminu til þess sem krafist er af innihaldinu, frekar
en öfugt, en eins og drepið var á hér að framan virðist þetta geta gengið
í hvora áttina sem er. Finnur Jónsson túlkar þetta á sama hátt, þannig
að Ólafur geri ráð fyrir að fyrra rímatkvæðið, -rœn-, hafi hvassa hljóðs
grein, og til þess að fá út rétt rím á móti bœnum verði að bæta við það
einni hljóðs grein og fá þar með umbeygilega grein. Þetta virðist að
vísu rökrétt, en kemur aftur á móti illa heim við athugasemdina sem
segir að bœnum sé sett fyrir bænum.
Miðað við þann lærdóm, ef lærdóm skyldi kalla, sem draga má af
umræðunni hér að framan er líklegra að gera verði ráð fyrir því að
atkvæðið -rœn- í einrænliga hafi umbeygilega hljóðs grein en hvassa.
Athuganimar hér að framan virðast helst benda til þess að hvöss hljóðs
13 Skraut-Oddur, höfundur þessa vísuparts, sem ekki stendur sjálfstæður heldur
hlýtur, merkingarinnar vegna, að vera hluti af vísu, er nefndur síðar í Þriðju málfræði-
ritgerðinni sem höfimdur að vfsufjórðungi sem tekinn er sem dæmi um sannkenningu
(Finnur Jónsson 1927:75) en virðist að öðru leyti ekki þekktur.