Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 212
210
Magnús Snædal
(1) i- nomen = nafn
litera = stafur - - íigura = líkneski
- potestas = jartein
Núna merkir stafur nánast það sama og líkneski en jartein það sama og
hljóð. Nafhið er að mestu utan verksviðs málvísindanna þótt þeir sem
búa til ný ritmál þurfi e.t.v. að huga að því. Stafúrinn er að sumu leyti
skyldurfóneminu en að öðm leyti ólíkur. Stafurinn (a) hefúr líkneskið
‘a’ og jarteinina [a] og ef hún finnst í málinu er stafurinn réttræður
í því máli. Hljóðið er bundið stafnum og því tekur höfúndur Fyrstu
málfræðiritgerðarinnar úr þá stafi sem ekki em réttræðir í íslensku.2
Jartein er hljóðgildi stafs, sem m.a. kemur fram í nafhi hans. Atkvæði
er málhljóð sem hægt er að tákna. Búnir em til nýir stafir, t.d. með því
að auka atkvæði nafns og jarteinar:
(2)
stafur (m)
- nafn [em] - aukið atkv. nafhs - [em:]
- líkneski ‘m’ ‘M’
- jartein [m] - - - jarteinar - [m:]
Öðmvísier kveðið að (m) en (M). (M) hefur jafhmiklajartein og (m)
+ (m), sbr. dæmið (FMR:246): „Mæirí þikkir styri mannzíns frame enn
þess er þilivmar byggir fraMe.“
2. Önnur málfræðiritgerðin
í Annarri málfræðiritgerðinni er aðalviðfangsefhið hvemig hljóð
málsins skipa sér í samstöfur, e.k. hljóðskipunarfræði. í upphafi em
greind þrenns konar hljóð: náttúmhljóð, t.d. veðurhljóð, brak og brest-
ir, hljóðfæri; dýrahljóð, t.d. að fuglar syngja, gjalla eða klaka, „ok
kunnu menn skyn, hvat kvikindin þykkjast benda með mörgum sínum
látum“ (ÖMR:52), og mannamál. Um hljóðmyndun er ekki annað sagt
en þetta (ÖMR:52):
Málið gerist af blæstrinum ok tungubragðinu við tenn ok góma ok
skipan varranna.
2 Sú afstaða að hljóðið sé bundið stafnum kemur enn fram í því, sem stundum er
haldið fram, að t.d. vestfirskur einhljóðaframburður sé réttari en tvíhljóðaframburður
vegna þess að þá séu orðin borin fram „eins og þau eru skrifuð".