Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 218
216
Magnús Snœdal
Segja má að stöðvast sé við dyr beygingarfræðinnar. Hugtök úr beyg-
ingarfræði koma nokkur fyrir í málskrúðsffæðiimi en ekki er um skipu-
lega umfjöllun að ræða. Nefnd eru t.d. rægilegt og gæfilegt fall fyrir
þolfall og þágufall (ÞMR:53); hvárginlegt og karlmannlegt kyn fyrir
hvorugkyn og karlkyn (ÞMR:52).
Málskrúðsffæðin fjallar um skáldaleyfi, hvemig „rangt“ mál er notað
sem skrúð í skáldskap, stutt dæmum úr dróttkvæðum. Fyrst er gerð grein
fyrir barbarismus (ÞMR:40-41):
Barbarismus er kallaðr einn lastafullr hlutr máls-greinar í alþýðligri
ræðu, en sá er í skáldskap kallaðr metaplasmus. Barbarismus fekk
af því nafn, at, þá er rómverskir hgfðingjar hgfðu náliga unnit alla
vergldina undir sína tígn, tóku þeir unga menn af gllum þjóðum ok
fluttu þá í Rómam ok kendu þeim at tala rómverska tungu. Þá drógu
margir ónæmir menn látinuna eptir sínu eiginligu máli og spiltu svá
tungunni. Kglluðu Rómverjar þann máls-lgst barbarismum, þvíat þeir
nefhdu allar þjóðir barbaros nema Girki ok Látínu-menn. Barbari
váru kallaðar fyrst af lgngu skeggi ok ljótum búnaði þær þjóðir,
er byggðu á hávum fjQllum ok í þykkum skógum, þvíat svá sem
ásjóna þeira ok búnaðr var ófægiligr hjá hæversku og hirðbúnaði
Rómveija, slfkt sama var ok orðtak þeira ótogit hjá máls-greinum
Látínu-snillinga. En því vildu Rómverjar, at allar þjóðir næmi þeira
tungu, at þá væri kunnari þeira tígn, ok þóat ríkin skiptiz, er stundir
liði, mætti alt fólk vita, at þeira forellri hefði Rómverjum þjónat....
Barbarismus er með gllu flýjandi í alþýðligu orðtæki, en í skáldskap
er hann stundum leyfðr fyrir sakir skrúðs eða nauðsynja.
Barbarismus skiptist svo í marga undirflokka sem of langt yrði upp
að telja auk margra annarra tegunda skáldaleyfa. Til gamans má taka
dæmi um ofljóst — vísupart effir Einar (Skúlason) (ÞMR:45):
Víst erumz hermd á hesti
hefir fljóð ef vill góðan.
Hér skal annat af ráða en mælt er, ok er bæði breytt með máli ok
sundrtekningum ok hljóðs-greinum, ok skal svá skilja: víst erumz