Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 220
218
Magnús Snædal
4. Fjórða málfræðiritgerðin
Fjórða ritgerðin er framhald málskrúðsffæði þeirrar þriðju, skrifuð
á 14. öld miðri. Höfundur er óþekktur en hefur meiri mætur á helgi-
kvæðum en Ólafur og yrkir sjálfur mörg dæmi. Fjórða ritgerðin byggir
á Doctrinale eftir Alexander de Villa-Dei ffá 1199 en þar var helstu mál-
ffæðireglum snúið í hexameter til að festa þær betur í minni. Einhveijar
fleiri heimildir eru þó notaðar. Nokkur beygingarfræðileg hugtök er að
finna í ritgerðinni. Flest koma þau einnig fyrir í þeirri þriðju, en nefha
má orðin gerandi fyrir agens og þolandi fyrir patiens (FjMR: 123) sem
enn eru notuð.
Sem dæmi úr ritgerðinni má taka umfjöllun um þá fígúru sem kallast
apostropha (FjMR: 126-127), en það
... er sv figvra, ef maðr talar til fraveranda mannz sva sem við hia
veranda mann, ok setr sitt nafn í fyrstv skilningv at rettv, en þess í
annaRÍ, er hann talar til, en þo finnz gðrv viss gort, sem snorri qvað:
„Eyolfi ber þv elfar
vlf seðiandi kveðiv
heím þa er hanvm somí
heyra bezt með eyrum.
þviat skil milldra skaallda
skgrvng mann lofag grfan.
hann lifi sælstr und solv
sannavðigra manna“.
Og síðan segir: ,J>essi eyolfr var brvna son, skaalld einkar gott og bv
þegn góðr, enn æigi fe ríkr.“ — En að áliti Snorra sannauðugur maður.
Vísan er ekki, eins og ffam er tekið, fullgilt dæmi um apostrophu og er
bætt við til frekari skýringar:
Er þersi figvra iafhan sett ibrefvm, er menn sendaz imillvm, ?ðr þeim
prologis boka, er eínhverivm erv ætlaðar til rettíngar eðr ffammbvrð-
ar.
í fjórða vísuorði,, jieyra bezt með eyrum“, kemur einnig fyrir sú fígúra
sem nefhd er pleónasmos í Þriðju málfræðiritgerðinni (ÞMR:56). Það