Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 224
222
Sverrir Tómasson
Skáldskaparmála. í handritinu hefur skrifarinn ekki sett fyrirsögn sem
marki kaflaskil, en formálinn nær niður 36. bl. hægra megin, vinstra
megin byijar svo Fyrsta málffæðiritgerðin. Wormsbók er af flestum
ffæðimönnum talin skrifuð um miðbik 14. aldar.
2. Málfræði á miðöldum
í gamalli, klassískri málffæði er það talið hlutverk kennarans að segja
nemendum svo vel til í latínu að þeir tali hana rétt og skrifi, þ.e. recte
loquendi, scribendi eða með orðum Alkvíns (Migne 1851:101):
Grammatica est litteralis scientia, et est custos recte loquendi et scribendi.
.Málffæði er stafavísindi og vörður rétts talaðs og ritaðs máls“ (857).
Málffæðin, grammatica, var af ein af sjö artes liberales sem í
fomíslenskum bókmenntum kölluðust höfuðíþróttir, efhi hennar var
að jafnaði sundurliðað í fjögur meginatriði: littera, syllaba, partes
orationes, constructio, en einnig var lengd hljóða rakin og fjallað
um brag og stflbrögð. Grammatica var aðalnámsgrein ungra sveina,
allt frá 7 ára aldri til þess er þeir urðu 14 ára. Málffæðin var talin
undirstöðugrein, fyrsta hjálpargagn menntaðra manna, hvort sem þeir
myndu túlka ritningargreinar eða lagabókstafi þegar fram liðu stundir.
Málkennari hét á latínu grammaticus, sem stundum hefur verið þýtt
sem stafffæðingur. Raunar verður ekki séð af heimildum hvort hann
hefur líka fyrst í stað kennt að draga til stafs.Verkefni hans var umffam
allt í því fólgið að sýna með dæmum hve vel skáld og ffæðimenn höfðu
ritað bókmál, þ.e. latínu, um leið og hann skyldi kenna ungum mönnum
að stafsetja hana og segja þeim til í mælskubrögðum og bragfræði;
nemendumir áttu að líkja eftir stfl hinna fomu ritmeistara. Þess em líka
dæmi að grammaticus hafi líka útskýrt orð eða orðhluta. Nú á dögum
nefnast kennarar af þessu tagi málræktarmenn, en þeir sýsla reyndar
flestir einnig eitthvað við málvísindi.
Saga málffæði á miðöldum hefur enn ekki verið skrifuð, en í höfuð-
dráttum má skipta fræðibókum ffæðigreinarinnar í tvo flokka. í fyrri
hópnum em rit í normatífri málfræði (stafffæði), þar sem aðalhöfund-
amir vom Dónatus (Dónat) og Priscíanus. Lítið er vitað um Dónatus
annað en hann kenndi í Rómaborg á 4. öld e. Kr. Kunnasta verk hans