Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 225
Formáli málfrœðiritgerðannafjögurra í Wormsbók 223
er Ars grammatica og er því oft skipt í tvennt: Fyrri hlutinn kallast Ars
minor, „Dónat“ eða Accidens, en síðari hlutinn Ars maior. Priscíanus
var uppi á síðari hluta 5. aldar og þeirri 6. Hann kenndi í Miklagarði,
en verk hans, Institutiones grammaticae, komst þó ekki almennt í brúk
fyrr en á dögum Karlamagnúsar. Því er, eins og verki Dónats, skipt í tvo
hluta, Priscianus minor et maior. Bækur þeirra Dónats og Priscíanus-
ar vom fyrirmynd annarra kennslubóka í þessari grein málfræðinnar
allt fram á 16. öld og jafnvel lengur. I síðari flokknum em bækur um
rökfræðilega málgreiningu sem fyrst verður vart við á 12. öld en fer
einkum að tíðkast í upphafi 13. aldar og nær hámarki síðar á þeirri
öld með módistunum svokölluðu, en þar em þekktastir nokkrir Danir
sem senda frá sér merkileg rit um effiið. Á 14. öld er talið að nóminal-
isminn leysi að miklu leyti málfræði módistanna af hólmi (Huntsman
1983:58-95).
Nauðsynlegt er hér að gera örlitla grein fyrir hugmyndum Dónats
og Priscíanusar, þar sem sýnt hefur verið fram á að þeir hafi verið
aðalheimildir íslensku málræktarmannanna og verk þeirra vom til á
biskupstólunum og í klaustmnum (Raschellá 1983:271-315; Sverrir
Tómasson 1988a:30; Hörður Ágústsson 1992:293).
Grammatica var ekki einungis reglur um rétt mál og rangt í þrengsta
skilningi; latínumenn höfðu að vísu tekið í arf frá Grikkjum hugtök eins
og barbarismus, soloecismus, metaplasmus sem að töluverðu leyti
snúast um mállýti, galla, eins og sjá má af skýrgreiningu Ólafs hvíta-
skálds Þórðarsonar á barbarismus í Þriðju málfræðiritgerðinni (Bjöm
M. Ólsen 1884):
Barbarismus fekk af því nafn at þá er rómverskir htjfðingjar hgfðu náliga
unnit alla vergld undir sína tign, tóku þeir unga menn af Qllum þjóðum
ok fluttu þá í Romam ok kenndu þeim at tala rómverska tungu. Þá drógu
margir ónæmir menn látínu eftir sínu eiginligu máli ok spilltu svá tungunni.
Kglluðu Rómverjar þann málslQst barbarismum (12,61).
Af þessum orðum má ljóst vera að hreintungustefnan er rómversk
uppfinning!
Af Grikkjum lærðu rómverskir höfundar einnig að rekja saman orð
og slík orðsifjafræði kemst inn í málfræðibækur og verður hluti af