Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 229
Formáli málfrœðiritgerðanna fjögurra í Wormsbók 227
ið allmargar spássíugreinar (Finnur Jónsson 1887:xlvii). Með hendi
Sveins eru nokkur pappírsblöð í bókinni sem Ole Worm mun líklega
hafa látið setja inn í um leið og bókin var bundin. Ámi Magnússon
fékk svo handritið frá sonarsyni Ole Worm, Christian Worm biskupi
árið 1706. Á neðri spássíu 59. bl. hægra megin hafa menn lesið nafn-
ið ,Jón Sigm“, með striki yfir m-inu og þar íyrir neðan fangamark
Guðbrands Þorlákssonar biskups (Finnur Jónsson 1887:xlv-xlvi; Ká-
lund 1889:215; SigurðurNordal 1931:17).Taliðvarað Amgrímurhefði
fengið handritið firá Guðbrandi, en biskup frá móður sinni, Helgu Jóns-
dóttur, Sigmundssonar. Þetta er þó óvíst, þar sem engan veginn er ömggt
hvort lesa megi úr spássíugreininni á 59. bl. nafnið Jón Sigmundsson,
og það sem er læsilegt, er varla með rithönd ffá 15. öld. Þetta þýðir að
ferill Wormsbókar verður ekki rakinn aftur fyrir 16. öld. Bollaleggingar
Finns Jónssonar og síðar Sigurðar Nordals um húnvetnskan uppruna
hennar em þess vegna ekki marktækar, þar sem þær byggðust á mág-
semdum Jóns Sigmundssonar lögmanns við Jón Þorvaldsson ábóta á
Þingeyrum (Finnur Jónsson 1924:ii; Sigurður Nordal 1931:17).
Af upptalningu efhisins í Wormsbók má gera sér nokkra grein fyrir
byggingu handritsins. Allt efhi bókarinnar hefur verið helgað tveim
ffæðigreinum, málfræðinni eða málræktinni og svo skáldskapar- eða
óðffæðum, ars poetica. Niðurröðun efhisins er markviss og það er engin
tilviljun að Háttatali er skipað niður á eftir málffæðiritgerðunum; þeg-
ar fræðslu lauk í mál- og skáldskaparffæðum, þá mátti sýna hvemig
auctores fóm með efnið, léku sér að brag og orðfimi. Fyrri ffæðimenn
hafa og talið að texti Wormsbókar af Snorra Eddu, einkum þó í for-
mála hennar og í Skáldskaparmálum væri með nokkmm innskotum,
en það mál þarfhast frekari athugunar við. En á þessu stigi málsins má
fullyrða að niðurröðun efnisins sé þaulhugsuð; Wormsbók hafi átt að
vera handbók í íslenskum ffæðum og er því óréttmætt að jafna henni
til þeirra safnrita, þar sem tilviljun virðist hafa ráðið hvaða efni skyldi
tekið með.
En hvar er Wormsbók skrifuð? Sveinbjöm Egilsson giskaði á að
Bergur Sokkason sem um hríð dvaldist á Þingeymm hefði samið Fjórðu
málffæðiritgerðina og safnað saman í eitt ritgerðunum fjómm (Svein-