Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 236
234
Sverrir Tómasson
vísa til goðsagna Eddu, þar sé ýmislegt sem klerkar vilji ekki hafa í
bókum. Ég sé aftur á móti ekki að með þessum orðum sé hann að beina
ræðu sinni til væntanlegra viðtakenda heldur miklu fremur tali hann til
vinnuveitenda sinna, sem þá geta ekki verið aðrir en klaustramenn.
í firá miðri 12. línu fram til upphafs 25. lrnu er orðalag óskýrt og hafa
menn túlkað á ýmsa vegu. Hér snýr höfundurinn sér að málfræðinni.
Fyrsta málsgreinin, mið 12. lína til nær loka 14. línu, ,Játa firóðir klerkar
hveijar bækr sem þeir fixma (at) snara til þeirar þjóðar tungu sem í því
landi talaz sem þá eru þeir“ (153), er beint efhislegt firamhald af 11. línu,
en hér em þó greinilega kaflaskil; höfundurinn snýr sér að öðm efhi og
vísar þá til þess sem koma skal. Bjöm M. Ólsen hefur fundið nokkrar
samsvaranir með orðunum og formálabréfi Priscíanusar í Institutiones,
en ekki þarf annað en að benda á inngang Fyrstu málfræðiritgerðarinnar
til að sjá að svipuð hugsun býr að baki, minnisamlegan fróðleik „setja
menn á bœkr, hver þjóð á sma tungu“ (Hreinn Benediktsson 1972:206).
Þessi skoðun er almennt ritklif þegar menn á miðöldum fara að dæmum
erlendra fræðimanna og vilja rökstyðja þá iðju. Og varla er unnt að sjá
annað en formálahöfundurinn sé einmitt að höfða til Fyrstu og Annarrar
málftæðiritgerðarinnar þegar hann bætir við í framhaldi 14. línu:
— eigi at eins hversu tala skal, heldr ok jafnvel hversu hverr stafr hljóðar
með Iqmgu hljóði eðr skgmmu, hgrðu eðr linu ok hvat hvergi þeira hefir af
sér fall eðr tíma eðr þeim sem fyrir honum stendr ok eptir, sem yðr mun sýnt
verða í þeim greinum sem síðar em skrifaðar eptir þeira manna upptekinni
stafasetningar reglu sem vér hyggjum vel hafa kunnat ordografiiam (1. 14-
17,154).
Bjöm M. Ólsen hefur sýnt fram á að mjög líkt orðalag er í verki Ól-
afs hvítaskálds og nefnir hann eftirfarandi líkindi: „raddarstafir hafa
stundum skammt hljóð, en stundum langt“. Hjá Ólafi finnur hann líka
hugtök eins linr, harðr, sem reyndar heitir þar snarpr, því að hver
samstafa hefur annaðhvort „linan anda eða snarpan“. Hugtakið fall í
þessari merkingu er hvorki að finna í Fyrstu né Þriðju málfræðiritgerð-
inni, en vel má vera að það merki quantitas eins og Jón Sigurðsson og
Sveinbjöm Egilsson, útgefendur Snorra Eddu I—II (1848-1852) hafa
þýtt textann. Annars fæ ég ekki séð annað en ritstjórinn vísi hér til