Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 237
Formáli málfrœðiritgerðanna fjögurra í Wormsbók 235
stafsetningarreglna Fyrsta málfræðingsins, stafsetningar sem að mestu
er hætt að nota um miðja 14. öld. Hrós hans um hana vekur því nokkra
furðu. Vildi ritstjórinn taka reglur Fyrsta málfræðingsins upp í „or-
dograffiam“ eins og hann kemst að orði? Hvers vegna tekur ritstjórinn
ritgerðina upp í sitt verk? Er þetta ósköp venjulegur og íhaldssamur
málræktarsinni sem heldur að stafsetningin í Fyrstu málffæðritgerðinni
eigi enn erindi við samtímann? Eða er hann aðeins að gera skáldum og
ffæðimönnum grikk? Ég treysti mér ekki til að svara þessum spuming-
um hér, en bendi á að Fyrsta málfræðiritgerðin hefur varla haft mikið
gildi fyrir verðandi skáld á 14. öld, því að málið hafði tekið of miklum
breytingum ffá miðri 12. öld fram undir það að menn gera ekki lengur
greinarmun á ‘œ’ og ‘æ’ en fræðimönnum gat hún auðvitað gagnast til
þess að skilja betur hendingar í fomum kveðskap. Slflct hlutverk var þá
í anda gömlu latnesku grammatflairinnar: að skilja fomskáldin svo ný
skáld gætu dregið af þeim dæmi. Ritstjóri Wormsbókar vinnur að þessu
leyti í anda gamallar hefðar. Síðar kemur fram í formálanum að hann
er þeirrar skoðunar að stafróf þar sem lengd er mörkuð létti skáldum
störfin: þau mættu þá „mjúkara kveða“ (1.25,155).
Af öllu efni formálans em 1.17-25 torskildastar og hafa þar firam
komið margar skýringar. Málsgreinamar em að vísu í röklegu samhengi
við það sem fyrr var birt í formálanum. Lítum nú á:
Ok þó at sína fígúm hafi hverr þeira til sinnar sagnar, þá sýniz mgnnum allir
þeir fagrliga skipat hafa. Hefir hverr sett stafina eptir þeiri tungu sem þeir
hafa talat, ok þó at þeira verk sé saman borin, þá bregðr ekki þeira annars
reglu. Skal yðr sýna hinn fyrsta letrshátt svá ritinn eptir sextán stafa stafirófi
í danskri tungu, eptir því sem Þóroddr rúnameistari ok Ari prestr hinn ffóði
hafa sett í móti látínumanna stafrófi, er meistari Priscianus hefir sett. Hafa
þeir því fleiri hljóðsgreinir með hverjum raddarstaf sem þessi tungan er
fátalaðri, svá at þat má undirstanda með hljóði umbeygiligu, hvQSSU ok
sljófu, svá at einnar tíðar fall væri í hvorutveggja stafrófi, til þess at skáldin
mætti þá mjúkara kveða eptir nýfundinni letrlist, en hafa eigi hvert orðskrípi
þat sem fomskáldin nýttu, en hálfu síðr auka í enn verrum orðum en áðr
hafa fundin verit: því at vandara var þeim at tala sem ekki hgfðu fyrir sér,
en þeim sem nú hafa ýmisligar fræðibækr (154-155).
Sá maður sem þetta skrifar er augsýnilega vanur rökfræðilegri upp-