Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 238
236
Sverrir Tómasson
byggingu málsgreina. Um fyrstu línur þessa máls hygg ég að flestir
geti verið sammála að höfundurinn tali um hvemig hljóð svari til stafs,
stafsetning fari eftir framburði. Síðan kemur sú málsgrein sem fræði-
menn hefur greint á hvað þýði. Hvað merkir hinn fyrsti letrsháttrl í
útgáfu Snorra Eddu frá 1852 er þetta þýtt svo:
Primus vobis demonstrabitur modus scribendi, qualem Thoroddus Runa-
rum magister et sacerdos Arius Polyhistor, ductum alphabeti linguæ Danicæ,
sedecim litteris constantis, secuti, ad exemplum alphabeti Latini, a magistro
Prisciano compositi, adcommodaverunt (5-7).
Guðbrandur Vigfússon taldi að með orðunum „eptir sextán stafa staf-
rófi í danskri tungu“ væri óbeint vitnað til Þriðju málfræðiritgerðarinnar
og væri setningin auk þess innskot en ,jiinn fyrsta letrshátt" skildi hann
svo að átt væri við Fyrstu málffæðiritgerðina og vísaði til málsgreinar
þar (Guðbrandur Vigfússon 1878:xxxviii): „ór em teknir samhljóðendr
npkkurir ór látínustaffófi en npkkurir í gprvir; raddarstafir eru 0ngv-
ir ór teknir en g0rvir mj^k margir, því at vár tunga hefir flesta alla
hljóðs eða raddar“ (Hreinn Benediktsson 1972:208). Bjöm M. Ólsen
var ekki sáttur við skýringu Guðbrands og þá ekki heldur latnesku
þýðinguna og varpaði ffam þeirri spumingu hvort ritstjórinn væri ekki
einvörðungu að vísa til Þriðju málfræðiritgerðarinnar. Hann fann eina
sannfærandi samsvörun því að Ólafur segir : „Stafangfh eru sextán í
danskri tungu“, en önnur líkindi sem hann dró upp í ritgerð sinni um
rúnimar milli formála Wormsbókar og ritgerðar Ólafs byggðust fremur
á því að ritstjórinn hefur lesið hana og vísar óbeint til hennar (Bjöm M.
Ólsen 1883:47-60). Á sama hátt má skýra líkindi með hugsun hans og
Priscíanusar, a.m.k. þar sem ekki er um að ræða bein rittengsl.
Bjöm M. Ólsen lét ekki þar við sitja heldur skýrði allan þennan
kafla svo að hann hefði upphaflega verið formáli Ólafs hvítaskálds fyrir
Þriðju málfræðiritgerðinni og hefði ritstjóri Wormsbókar svo tekið hann
upp í sína greinargerð fyrir ritgerðunum fjómm. Fyrir þessari skoðun
færði hann þó ekki nægileg rök.
Því verður varla á móti mælt að fyrsti letrsháttr getur jafhvel átt
við rúnir sem latínuletur: augljóslega liggur latneskt hugtak að baki
og þeir Sveinbjöm Egilsson og Jón Sigurðsson finnst mér hafa hitt