Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 239
Formáli málfrœðiritgerðanna fjögurra í Wormsbók 237
naglann á höfuðið þegar þeir þýða það „primus modus scribendi“. Þá
halda þeir um leið í tvíræðni textans. Það, sem sker úr um, að átt er
við latneskt stafróf, er, að ég hygg, orðalagið „letrsháttr" sem sagður
er „svá ritinn eftif“. Ég get ekki betur séð en þar tali höfundurinn um
tihaunir manna um að skrifa danska tungu með latnesku staffófi áður
en Fyrsti málffæðingurinn hófst handa. Það kemur heim og saman við
stafsetningu elstu handrita, þar sem greinilega er verið að reyna að
laga íslenskt hljóðkerfi að latnesku staffófi (Holtsmark 1936:18-44;
Hreinn Benediktsson 1965:56). Fyrsti málffæðingurinn byggir því á
eldri hefð sem rúnameistarinn Þóroddur hefur bytjað á: hann hefúr
verið staffræðingur í orðsins fyllstu merkingu og e.t.v. jaftit rist rúnir
sem dregið til stafs, verið grammaticus eins og Hálfdan Einarsson lét sér
detta í hug fyrir rúmlega tveimur öldum (Hálfdan Einarsson 1786:14).
Fyrsti málffæðingurinn hefur síðan að hætti málffæðinga stillt öllu
saman upp í kerfi og skýrt mun hljóða með lágmarkstvenndum.
í síðustu málsgreinum formálans kemur gleggst fram hver tilgangur
bókarinnar hefur verið:
en vel má nýta at hafa eptir þeim [þ.e. fræðibókum] heiti ok kenningar eigi
lengra reknar en Snorri lofar. Leiti eptir þeim vandligast þeir sem nú vilja
fara at nýjum háttum skáldskapar, hversu fegrst er talat, en eigi hversu skjótt
er ort, því at at því verðr spurt hverr kvað, þá er frá líðr en eigi hversu lengi
var at verit, ok þeir sem nú vilja með nýju kveða, hafi smásmugul ok hvgss
ok skyggn hugsunaraugun at sjá hvat yðr er nú sýnt í þessum frásQgnum
(155).
Þessi orð eru auðskilin. Þó þarfhast orðalagið „skyggn ok hvQss hugs-
unaraugun“ skýringar. Átt er við ímyndunaraflið, eða það sem mið-
aldamenn kölluðu oculi mentis og hugðu að sæju best himinríkisdýrð.
En hér vakir líklega fyrir höfúndi orðanna að skörp hugsun sé manni
besta veganestið.
5. Lokaorð
Sá sem setti saman formála Wormsbókar hefúr verið norðlenskur
íhaldsmaður eða íhaldskarl eins og Jón Helgason kallaði höfúnd Fjórðu
málffæðiritgerðarinnar (Jón Helgason 1970:206-226). Hann hlýtur að