Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 245
Ritdómur
243
en þær viðbætur voru merktar sérstaklega. Bókin kom svo út f tveimur bindum eins og
áður segin Fyrra bindið (A-K) er 488 bls. og síðara (L-Æ) er 520 bls. (bls. xiv-xv).
f bókinni em hátt í 29.000 orðabókargreinar eða flettur (bls. xxxi). Ekki kemur fram í
innganginum hve upplagið var stórt en Hannes Þorsteinsson telur að það hafi verið lítið
og segir svo um bókina: „Letrið er smátt og óskýrt og öllum ytra frágangi bókarinnar
að pappír og prentun fremur ábótavant" (1924:136 nmgr.).
Stafsetningin á orðabókinni er ekki alltaf sjálffi sér samkvæm og er sosum ekki við
því að búast Sums staðar hafa svo Rask og félagar reynt að laga hana þótt ekki hafi
það alltaf verið til bóta, t.d. þegar þeir breyttu endingunni -ur, eins og Bjöm skrifaði
oftast, í -r (bls. xxiii-xxiv). Staffófsröð erekki heldurí samræmi við nútímareglur, Ld.
er i', í og j raðað saman, einnig u, ú og v, og ö kemur strax á eftir oló (bls. xxiv). Um
þýðingamar verður ekki dæmt hér en engin ástæða er til að ætla annað en að þær séu f
stómm dráttum eðlilegar; villur eða ósamræmi má eflaust finna ef vel er leitað.
Orðabók Bjöms Halldórssonar var „stórkostleg ffamför á sínum tíma“ segir Jakob
Benediktsson (1969:97) enda hefur hún verið mikið og metnaðarfullt verk þegar hún
var tilbúin til prentunar. Bókin virðist hafa fengið góðar viðtökur þegar hún kom út,
þótt ritdómari nokkur hafi saknað fleiri orða úr fomu lagamáli og skáldskaparmáli og
misskilið þar með tilganginn með henni (bls. xxv-xxvi). Orðafoiði hennar virðist í
stómm dráttum vera daglegt mál 18. aldar og í því felst gildi hennar nú til dags fyrst
og ffemsL En þótt oiðabókin sé merkileg heimild um samtfðarmál Bjöms er ljóst að
það vantar mörg orð í hana þrátt fyrir viðbæmr Rasmusar Rasks og félaga, en dæmi
um þær viðbætur em Móttaka og Möguligr. Orðin mont og montinn em Ld. ekki
í bókinni, þótt þau séu til í ritum frá um 1800 samkvæmt seðlasafhi OH, og lœknir
er ekki flettioið en hins vegar Læknari. Jakob Benediktsson (1969:97-98) bendir
einnig á að bókin sé samin svo snemma að það hafi ekki verið tekið tillit til þeirrar
nýsköpunar sem varð í ritmálinu í lok 18. aldar. Þó er greinilegt að Rasmus Rask hefur
bætt einhveijum nýyrðum ffá þeim tíma við, Ld. Mælíngarfrædi sem hann þýðir
‘mathesis, Matematik’.
Bjöm hefur 1. persónu eintölu í nútíð ffamsöguháttar sem flettimynd sagnorða í stað
nafnháttar eins og við eigum að venjast en nafhhátturinn fylgir flettimyndinni innan
sviga; sem dæmi um það má nefha Læt (at láta), en láta erekki flettiorð. Dæmi em um
rugling á milli ákveðinna og óákveðinna mynda nafnorða, sbr. upptalningu á beygingu
orðsins Kýr í fleirtölu: „kýr, kúanna, kúnum, kýrnar". Bjöm á einnig til að láta
orðasambönd vera flettiorð, sbr. Nýborin kú. Um málfar er annars það að segja að það
virðist vera lítt snortið af málvöndunarstefhu nútímans, enda ekki við því að búasL Til
gamans má geta umfjöllunar Bjöms um nafhoiðið Ær:
f pl. oves, agnœ, Faar d: Hunneme; vid. á.
En við Á stendun
Á, /. i Gen. med Art. áinnar, Dat. ánni, áinni, Akk. ána, Plur. ær, agna, ovis
foemina, Gimmeriam, ungt Hunfaar. Indeclinabile in sing. nisi in regimine, hodie
nobis in sing. Nom. ær, olim in plur. tantum, ut, tá, tær; ló, lær; ró, rær. Nu