Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 249
Ritdómur
247
Rasmus Rask lét ekki nægja að pára athugasemdir í eintak sitt af bókinni heldur er
til sérstakt handrit með hans hendi, Rask 11, sem er samkvæmt Katalog (1894) „Tillæg
og Rettelser til Biöm Haldorsons Islandske Ordbog samlede fra forskellige Kilder af
R. Rask“. Það verður að teljast undarlegt að þetta handrit skuli ekki hafa verið athugað
í sambandi við endurútgáfuna eins og Rask 9-10 þar sem þau virðast hafa að geyma
svipað efhi. Þess má og geta að Hannes Þorsteinsson vissi af þessu handrití (1924:136
nmgr.).
Önnur handrit, sem sjálfsagt hefði verið að athuga vegna endurútgáfunnar en em
ekki nefhd í inngangi útgefanda, eru JS 2614to (40 bl.) og KBAdd 35 V 4to (4 bl.). Um
JS 261 4to stendur í Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins (1927) að það sé með
hendi Bjöms Halldórssonar í Sauðlauksdal og að það sé skrifað um 1765. Fyrstí hlutí
þess er „íslenzkt orðasafn með íslenzkum þýðingum". Samkvæmt Katalog (1900) em
f KBAdd 35 V 4to útskýringar á merkingu nokkurra orða eftir Bjöm Halldórsson, en
það er talið skrifað á 18. öld.
Að endingu skal tekið fram að það hefur ekki verið athugað í sambandi við þessi
skrif hvort þessi handrit, sem hér hafa verið nefnd, skipta máli vegna endurútgáfunnar,
en sem dæmi um hve umfjöllunin um handritin er rýr í útgáfunni má nefna að hvergi
kemur skýrt fram að Bjöm hafi skrifað bæði M1 og M2 en Jón Helgason fullyrðir að
svosé (1967:101).
5. Tilvísanir og frágangur
Hér að framan var fundið að heimildanotkun en því má bæta við að á bls. xi er
eftirfarandi klausa:
Talið er, að séra Bjöm Halldórsson hafi snúið sér að oiðabókaigerð sinni um 1770
eða tveimur ámm eftir hið sviplega fráfall mágs síns, Eggerts Ólafssonar.
En ekki orð um af hveiju þessi ályktun er dregin eða vísað til umfjöllunar um það.
Hannes Þorsteinsson (1924:135) fullyrðir reyndar að Bjöm hafi unnið að orðabókinni
„með dæmafám elju og atorku 15 ár samfleytt (1770-1785)“ en rökstyðurorð sín ekki
frekar. f sjálfu sér er ekkert ólíklegt að Bjöm hafi hafið verk sitt um þetta leytí, en hann
gætí hafa byijað fyir, orðasafnið í JS 261 4to bendir til þess að hann hafi verið farinn
að huga að einhvers konar orðasöfnun um 1765. Uppkastíð í DKNVSB 310 4to er
skrifað á skjalapappír frá ámnum 1773 og 1774 en það virðist ekki vera fyrsta uppkast
samkvæmt lýsingu Ragnvalds Iversens (1928) svo að það er ekki hægt að byggja mikið
á þessum ártölum.
Á bls. xv er fjallað um þær viðbætur sem Rasmus Rask og félagar færðu inn og
hvemig þær vom merktar í útgáfunni en þessi orð em höfð eftir R E. Miiller í formála
hans (bls. 4—5 & 8). Þama vantar tilvísun í dæmi lesanda til fróðleiks og skýringar,
jafnt hjá R E. Miiller og Jóni Aðalsteini Jónssyni. Það hefði verið í lófa lagið fyrir
utgefanda að láta tölvu leita uppi þessar merkingar og jafhframt segja fróðleiksfúsum
lesanda frá því hvað þessar viðbætur em maigar og hve mikill hlutí bókarinnar. Þessar
merkingar em R. fyrir Rask, Kn. og Sn. fyrir orð úr „efhisyfirlití“ sem Jón Ólafsson
úr Svefheyjum hafði gert yfir Knýtlinga sögu og Heimskringlu og N.O. fyrir orð sem