Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 250
248
Ritdómur
Rasmus Rask taldi að væru nýkomin inn í málið; dæmi merkt R. og N.O. er víða
að finna (sérstaklega R.), hér má nefna: Eigingirni og Fáanligr (R.) og Kamers og
Kapari (N.O.). Erfiðlega gekk að finna dæmi úr „efhisy firliti“ Jóns Ólafssonar en þessi
fundust: Saxneskr og Sjár (Kn.). Þrátt fyrir töluverða leit fundust ekki oið merkt Sn.
Satt að segja hljómar það undarlega að efnisyfirlit Jóns Ólafssonar skuli hafa verið
orðtekið en þegar gáð er í formála P. E. Miillers (bls. 8) stendur svo á dönsku:
... dels hentede af tvende ved John Olafsen skriftligen forfattede Registre til Knytl-
ingasaga og Heimskringla, betegnede med Kn. og Sn.
Register (registre í fleirtölu) getur auðvitað þýtt ‘efhisyfirlit’ en oftast er það notað um
annars konar skrá, t.d. atriðisorðaskrá eða skrá yfir sjaldgæf orð, en eitthvað af slíku
tagi hlýtur að vera um að ræða hér. í handritum eru til orðaskrár, sem hér gæti verið
um að ræða, gerðar af Jóni Ólafssyni, t.d. í AM 393 fol og KBAdd 27 4to (sjá Katalog
(1889 & 1900)). Þess skal getið að í latneska formálanum talar P. E. Mtiller um „ex
duobus indicibus manuscriptis" (bls. 4).
Bjöm vitnar nokkrum sinnum til annarra tungumála, svo sem færeysku; sem dæmi
má nefna að við Jadraka v. Jadreki em á eftir latnesku og dönsku þýðingunum þessi
orð innan sviga: „Færpisk: Ilara-Kona“. Ekkert er fjallað um þetta efhi í innganginum,
en ffóðlegt hefði verið að fá að vita hvað Bjöm vitnar til margra tungumála, hve ofit og
sfðast en ekki síst: Fer hann rétt með? Eða er þessi ffóðleikur um færeyska orðið ef til
vill viðbót Rasmusar Rasks?
Eins og áður er getið vitnar Bjöm stundum í fomar sögur en hann skammstafar heiti
sagnanna, svo sem St. og Sv.S. en engin skrá yfir þessar skammstafanir fylgir, hvorki
ffumútgáfunni né endurútgáfunni. Er það miður vegna þess að ekki er alltaf sauðljóst
hvaða rit Bjöm á við og alls ekki hvort hann vitnar til útgáfu eða handrits. Reyndar
fylgir orðabókinni, eins og áður er getið, greinargerð á latínu um útgáfur íslenskra
fomrita en í henni er ekki skammstafanaskrá. Sjaldnast fer þó á milli mála til hvaða
sögu Bjöm er að vísa, sbr. „Viga-Gl. s. cap. 8.“ og „Gisla Surs. Saga. cap. U.“, við
orðið Málaspiót.
Tilvísun á bls. xiii er röng en þar er fjallað um orðið jörfi og vísað til „231. bls.
þessararútgáfu“ en það á að vera 257. bls.
6. Lagfæringar og leiðréttingar
Þegar Jón Helgason gaf út viðbótarskýringar Bjöms (1967) bar hann þær saman
við útgáfuna og handritin M1 og M2 og fann þá nokkrar prentvillur í útgáfunni sem
ekki em í handritunum, en hann bendir á þær neðanmáls í grein sinni. Útgefandi
endurútgáfunnarfer eftir þessum ábendingum í flestum tilvikum og leiðréttir, t.d. Flati
í Flaki (bls. xvi-xvii). Leiðréttingar af þessu tagi em sjálfsagðar. Á hinn bóginn má
velta fyrir sér af hverju útgefandi leiðréttir ekki orðið Keisa sem er prentað svo og
skrifað svo í báðum handritunum en er mislestur fyrir keila í fomum nafnaþulum að
sögn Jóns Helgasonar (1967:137). Hér er greinilega um mislestur að ræða og Bjöm
haldið að orðið væri með s, en með því að stafsetja það svo er hann búinn að koma
á fót draugorði. Reyndar er alveg eins líklegt að orðið hafi verið stafsett með s í stað